Dómur í kynferðisbrotamáli mildaður

Kynferðisbrot | 9. febrúar 2024

Dómur í kynferðisbrotamáli mildaður

Landsréttur hefur mildað dóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot í héraði, en þar hlaut maðurinn 15 mánaða dóm. Landsréttur sýknaði manninn að hluta og dæmdi manninn í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Dómur í kynferðisbrotamáli mildaður

Kynferðisbrot | 9. febrúar 2024

mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsréttur hefur mildað dóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot í héraði, en þar hlaut maðurinn 15 mánaða dóm. Landsréttur sýknaði manninn að hluta og dæmdi manninn í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Landsréttur hefur mildað dóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot í héraði, en þar hlaut maðurinn 15 mánaða dóm. Landsréttur sýknaði manninn að hluta og dæmdi manninn í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Í Héraðsdómi Suðurlands, sem féll í nóvember 2022, var maðurinn sakfelldur fyrir brot gegn 2. mgr. 202. gr., sbr. 2. mgr. 201. gr., almennra hegningarlaga með því að hafa áreitt stúlku kynferðislega, með því að hafa ítrekað haldið um kynfæri hennar utan klæða þar sem hún lá við hlið hans í rúminu og í tvö til þrjú skipti fært stúlkuna upp á sig þannig hún lægi með bringuna upp við kynfæri hans utan klæða.

Með dómi Héraðsdóms Suðurlands var maðurinn einnig sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 199. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa tekið mynd af annarri þar sem hún lá sofandi nakin að neðan. Einnig fyrir fyrir brot gegn 1. mgr. 210. gr. a, 1. mgr. 199. gr. a almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga með því að hafa tekið myndir af þriðju stúlkunni nakinni eða fáklæddri. Einnig fyrir brot gegn 1. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga með því að hafa haft í vörslu sinni í farsíma samtals tólf myndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt.

Þá var manninum gert að sæta upptöku á framangreindu myndefni, farsíma og turntölvu.

Engin bein sönnunargögn um kynferðislega áreitni

Í Landsrétti var maðurinn sýknaður af kynferðisbroti gegn fyrstu stúlkunni og var einkaréttarkröfu hennar vísað frá dómi.

Í dómi Landsréttar kom meðal annars fram að þegar frá væru taldir framburðir mannsins og stúlkunnar nyti ekki við í málinu neinna beinna sönnunargagna um þá kynferðislegu áreitni sem manninum væri gefin að sök í þessum lið ákærunnar.

Við aðalmeðferð málsins í héraði hefði ekkert þeirra vitna sem þar gaf skýrslu getað borið um sakargiftir málsins af eigin raun, en flest þeirra tengjast manninum og stúlkunni fjölskylduböndum.

Móðir stúlkunnar hefði greint frá því að dóttir hennar hefði á tímabili sýnt af sér óeðlilega kynferðislega hegðun og hefði hún leitað ráðgjafar í Barnahúsi af því tilefni. Í gögnum málsins lægi hins vegar ekkert fyrir um samskipti við Barnahús og mat starfsfólks þess á hegðun stúlkunnar og þá hefðu í málinu ekki verið leidd fram önnur vitni sem varpað gætu ljósi á þessa hegðun stúlkunnar.

Ekki hafið yfir vafa að myndir sýndu börn á klámfenginn hátt

Í Landsrétti var maðurinn einnig sýknaður af broti gegn 210. gr. a. almennra hegningarlaga, meðal annars með vísan til þess að ekki væri talið hafið yfir skynsamlegan vafa að myndirnar sýndu börn „á kynferðislegan eða klámfenginn hátt“ í skilningi 1. mgr. 210. gr. a. laganna.

Var hinn áfrýjaði dómur að öðru leyti staðfestur um sakfellingu ákærða fyrir kynferðisbrot gegn hinum stúlkunum tveimur, greiðslu miskabóta og upptöku.

Var refsing hans ákveðin fangelsi í sex mánuði, skilorðsbundið til tveggja ára

mbl.is