Kynlífs- og vinnumansal algengast á Íslandi

Kynferðisbrot | 24. október 2023

Kynlífs- og vinnumansal algengast á Íslandi

Algengasta birtingarmynd mansals hér á landi undanfarin ár hefur verið kynlífs- og vinnumansal. Árin 2019–2021 voru 20 mál rannsökuð hjá lögreglu sem vinnumansal og 16 mál sem hagnýting í kynferðislegum tilgangi. Á síðasta ári voru fimm mál rannsökuð sem vinnumansal en þrjú sem hagnýting í kynferðislegum tilgangi.

Kynlífs- og vinnumansal algengast á Íslandi

Kynferðisbrot | 24. október 2023

Dómsmálaráðherra hyggst koma á meira samstarfi milli ráðuneyta „enda er …
Dómsmálaráðherra hyggst koma á meira samstarfi milli ráðuneyta „enda er mansal þannig málaflokkur að hann getur ekki verið einkamálefni eins ráðuneytis.“ Ljósmynd/Colourbox

Algengasta birtingarmynd mansals hér á landi undanfarin ár hefur verið kynlífs- og vinnumansal. Árin 2019–2021 voru 20 mál rannsökuð hjá lögreglu sem vinnumansal og 16 mál sem hagnýting í kynferðislegum tilgangi. Á síðasta ári voru fimm mál rannsökuð sem vinnumansal en þrjú sem hagnýting í kynferðislegum tilgangi.

Algengasta birtingarmynd mansals hér á landi undanfarin ár hefur verið kynlífs- og vinnumansal. Árin 2019–2021 voru 20 mál rannsökuð hjá lögreglu sem vinnumansal og 16 mál sem hagnýting í kynferðislegum tilgangi. Á síðasta ári voru fimm mál rannsökuð sem vinnumansal en þrjú sem hagnýting í kynferðislegum tilgangi.

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, um mansal á Íslandi.

Hafdís spurði m.a. hve mörg mál sem varði mansal hafi verið tilkynnt til lögreglu síðastliðin 15 ár eða lögregla hafið rannsókn á og hvers eðlis hafi mansal hér á landi verið síðastliðin 15 ár.

13 mál skráð sem mansal og 39 skráð sem grunur um mansal

Í svari ráðherra kemur einnig fram að samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra, sem fram komu í svörum íslenskra stjórnvalda við spurningum í þriðju úttekt GRETA-nefndarinnar (eftirlitsnefndar Evrópuráðsins í aðgerðum gegn mansali) árið 2022, hafi 34 mál verið til rannsóknar á árunum 2015–2022, að meðaltali fjögur mál á ári og 106 mál hafi verið skráð sem grunur um mansal, eða 13 mál að meðaltali á ári.

Þá kemur fram, að árið 2019 hafi verið gerðar breytingar á skráningum mála í lögreglukerfið (LÖKE) er varði mansal. Nýjum möguleika var bætt við, þ.e. að skrá „grun um mansal“. Á árunum 2019–2021 voru því 13 mál skráð sem mansal og 39 mál skráð sem grunur um mansal. Í 33% tilvika var „grunur um mansal“ rannsakað frekar með mansal í huga, segir í svarinu.

„Ástæða þess að aðeins 33% málanna voru rannsökuð frekar sem mansal getur verið að önnur brot hafi verið undir í rannsókn málsins og það því ekki skráð sem mansal, líkt og t.d. smygl á fólki. Fyrir árið 2022 voru fjögur mansalsmál rannsökuð og af þeim 16 málum sem skráð voru sem grunur um mansal voru sex þeirra rannsökuð frekar eða 37,5%.“

Hafdís spurði einnig hvaða aðstoð og úrræði standi þolendum mansals til boða. 

Í svari ráðherra segir að þolendum mansals standi til boða að fá húsnæði, fjárhags- og lögfræðiaðstoð. Þá séu tvær tegundir dvalarleyfa í lögum um útlendinga sem séu sérstaklega fyrir fórnarlömb mansals. Annað sé dvalarleyfi fyrir hugsanlegt fórnarlamb mansals og hitt sé dvalarleyfi fyrir fórnarlamb mansals. 

Mikilvægt að sofna ekki á verðinum

Þá spurði Hafdís til hvaða aðgerða ráðherra hyggist grípa í því skyni að vinna gegn mansali. 

Í svarinu segir að eftirlitsnefnd Evrópuráðsins gegn mansali hafi nýlokið þriðju úttekt á Íslandi og fyrirhugað sé að skýrsla nefndarinnar um úttektina verði gefin út á næstu dögum.

„Á grundvelli hennar hyggst ráðherra setja af stað vinnu við nýja aðgerðaáætlun til að mæta þeim athugasemdum sem koma fram í skýrslunni og ljúka vinnu við þær aðgerðir sem enn er ólokið í núgildandi aðgerðaáætlun. Þá hyggst ráðherra koma á meira samstarfi milli ráðuneyta enda er mansal þannig málaflokkur að hann getur ekki verið einkamálefni eins ráðuneytis. Gott samstarf og samvinnu þarf til í baráttunni gegn mansali. Það er viðvarandi verkefni hverrar þjóðar að berjast gegn mansali og mikilvægt að sofna ekki á verðinum.“

mbl.is