Fleiri tilkynningar til barnaverndar um kynferðisofbeldi

Kynferðisbrot | 25. september 2023

Fleiri tilkynningar til barnaverndar um kynferðisofbeldi

Samkvæmt nýútgefinni ársskýrslu Barnaverndar Reykjavíkur bárust 4.953 tilkynningar árið 2022. Þá segir í skýrslunni að tilkynningum um ofbeldi hafi í heildina fækkað, en tilkynningum um kynferðisofbeldi hafi fjölgað um 15 prósent.

Fleiri tilkynningar til barnaverndar um kynferðisofbeldi

Kynferðisbrot | 25. september 2023

Barnavernd segir tilkynningum um ofbeldi gegn börnum í heildina hafa …
Barnavernd segir tilkynningum um ofbeldi gegn börnum í heildina hafa fækkað. Ljósmynd/Colourbox

Samkvæmt nýútgefinni ársskýrslu Barnaverndar Reykjavíkur bárust 4.953 tilkynningar árið 2022. Þá segir í skýrslunni að tilkynningum um ofbeldi hafi í heildina fækkað, en tilkynningum um kynferðisofbeldi hafi fjölgað um 15 prósent.

Samkvæmt nýútgefinni ársskýrslu Barnaverndar Reykjavíkur bárust 4.953 tilkynningar árið 2022. Þá segir í skýrslunni að tilkynningum um ofbeldi hafi í heildina fækkað, en tilkynningum um kynferðisofbeldi hafi fjölgað um 15 prósent.

Tilkynningar um kynferðisofbeldi hafa farið stigvaxandi á síðustu þremur árum, en einnig hefur tilkynningum um vanrækslu fjölgað um 3,7 prósent og tilkynningum um áhættuhegðun barna fjölgað um 4 prósent.

Tilkynningum um andlegt ofbeldi fækkað

Þá hafa tilkynningar um líkamlegt ofbeldi nokkurn veginn staðið í stað á milli ára, en tilkynningum um andlegt ofbeldi hefur fækkað um 23 prósent.

Tilkynningar um að barn stefni eigin heilsu og þroska í hættu standa í stað milli ára, tilkynningum um afbrot barns fækkar um 14% og tilkynningum um að barn beiti ofbeldi fjölgar um 5%.

Leita að stuðningsfjölskyldum

Í lok árs 2022 voru í heild 149 börn vistuð í varanlegu fóstri, 45 voru vistuð í tímabundnu fóstri, 10 í styrktu fóstri og 80 börn voru vistuð tímabundið í skammtímavistun, en í um 75 prósentum tilvika fór sú vistun fram hjá ættingjum.

Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar, að aukinn kraftur hafi verið settur í að leita að fólki sem tilbúið er að taka að sér það hlutverk að vera stuðningsfjölskyldur.

„Okkur vantar alltaf góðar stuðningsfjölskyldur svo ég hvet fólk til að hafa samband við okkur ef það er tilbúið að skoða það.“

mbl.is