Börn seldu kynferðislegar myndir í blekkingarskyni

Kynferðisbrot | 9. janúar 2024

Börn seldu kynferðislegar myndir í blekkingarskyni

Nemendur í Hagaskóla hafa blekkt fullorðna einstaklinga í gegnum samfélagsmiðla og selt þeim kynferðislegar myndir sem þeir hafa sjálfir sótt á netið. Þetta kemur fram í tölvupósti sem skólastjóri sendi foreldrum nemenda í Hagaskóla. Málið er komið á borð lögreglu.

Börn seldu kynferðislegar myndir í blekkingarskyni

Kynferðisbrot | 9. janúar 2024

Fram kemur að börnunum hafi verið boðnar 5.000 til 10.000 …
Fram kemur að börnunum hafi verið boðnar 5.000 til 10.000 krónur fyrir hverja mynd, eftir því hvað sést á myndinni og hversu skýr hún er. Ljósmynd/Colourbox

Nemendur í Hagaskóla hafa blekkt fullorðna einstaklinga í gegnum samfélagsmiðla og selt þeim kynferðislegar myndir sem þeir hafa sjálfir sótt á netið. Þetta kemur fram í tölvupósti sem skólastjóri sendi foreldrum nemenda í Hagaskóla. Málið er komið á borð lögreglu.

Nemendur í Hagaskóla hafa blekkt fullorðna einstaklinga í gegnum samfélagsmiðla og selt þeim kynferðislegar myndir sem þeir hafa sjálfir sótt á netið. Þetta kemur fram í tölvupósti sem skólastjóri sendi foreldrum nemenda í Hagaskóla. Málið er komið á borð lögreglu.

RÚV greinir frá málinu. Þar segir að í póstinum komi fram að einhverjir nemendur hafi villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum og átt í kynferðislegu spjalli við fullorðið fólk. Samskiptin hafi farið fram í gegnum Snapchat, Instagram, Tik tok og Telegram.

Þá kemur fram, að börnunum hafi verið boðnar 5.000 til 10.000 krónur fyrir hverja mynd, eftir því hvað sést á myndinni og hversu skýr hún er.

Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, segir í samtali við RÚV að málið hafi fyrst komið upp í gær. Þarna sé um að ræða nýjan veruleika sem skólayfirvöld líta alvarlegum augum. Mikilvægt sé að huga að velferð nemenda og skólinn vilji fá foreldra til liðs við hann til að stoppa hættulega hegðun í fæðingu. Hann tekur fram að börnin hafi með þessu athæfi sett sig í hættu.

Skólastjórinn biður þau sem hafa frekari upplýsingar um málið að hafa samband við sig, eða beint við lögreglu eða barnavernd, að því er kemur fram í umfjöllun RÚV.

Hvorki náðist í lögreglu né Ómar Örn við vinnslu fréttarinnar. 

mbl.is