Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni

Kynferðisbrot | 27. febrúar 2024

Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt rúmlega tvítugan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku og fyrir kaup á vændi. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða 1,5 milljónir kr. í miskabætur. 

Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni

Kynferðisbrot | 27. febrúar 2024

„Má berlega af samskiptunum ráða að þar sé ákærði að …
„Má berlega af samskiptunum ráða að þar sé ákærði að falast eftir kynferðislegu samneyti við brotaþola gegn greiðslu og verður ekki annað af þeimráðið en að ákærði hafi greitt eða lofað að greiða brotaþola gegn því að hún hefði við hann samræði,“ segir í dómi héraðsdóms. Ljósmynd/Colourbox

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt rúmlega tvítugan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku og fyrir kaup á vændi. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða 1,5 milljónir kr. í miskabætur. 

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt rúmlega tvítugan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku og fyrir kaup á vændi. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða 1,5 milljónir kr. í miskabætur. 

Héraðssaksóknari ákærði manninn í ágúst í fyrra fyrir kynferðisbrot gegn barni, með því að hafa í nokkur skipti á tímabilinu frá október 2021 til 6. janúar 2022, í bifreið sinni sem maðurinn hafði lagt á afviknum stöðum, haft samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna sem þá var 14 ára gömul. 

Hann var einnig ákærður fyrir kaup á vændi, með því að hafa í nokkur skipti frá byrjun október 2021 til mars 2022, greitt stúlkunni fyrir vændi barns, sbr. ákærulið I, en maðurinn greiddi stúlkunni allt að 300.000 krónur í reiðufé og millifærði samtals 45.000 kr. í fimm greiðslum inn á reikning sem var í eigu vinkonu stúlkunnar. 

Neitaði sök

Fram kemur í dómi héraðsdóms, sem féll 20. febrúar en var birtur í dag, að maðurinn hafi neitað sök og krafist sýknu. 

Fram kemur í dómnum að stúlkan hafi mætt þann 31. mars 2022, ásamt réttargæslumanni sínum, á lögreglustöðina við Hverfisgötu og lagði þar fram kæru á hendur manninum.

Kynntust í gegnum Snapchat

 Lýsti hún í skýrslutöku meðal annars þeim atvikum sem ákæra málsins varðar. Kvaðst stúlkan hafa kynnst manninum á samskiptamiðlinum Snapchat í október 2021. Hún hafi í framhaldinu hitt manninn margoft, eða að minnsta kosti 20 sinnum, og stundað með honum kynlíf í hvert sinn sem þau hittust, en það hafi verið með fullu samþykki hennar.

Þá kvaðst stúlkan aðspurð hafa stundað kynlíf með öðrum einstaklingi áður en hún og maðurinn hittust fyrst. Aðspurð kvaðst stúlkan þess fullviss að ákærði hefði frá fyrsta degi vitað um aldur hennar. Hún sagði að maðurinn hefði ýmist sótt hana í nágrenni við heimili hennar, heimili vinkonu hennar, og við Bónusverslun á ónefndum stað. 

Maðurinn gaf tvívegis skýrslu hjá lögreglu. Í skýrslutöku 7. apríl 2022 skýrði hann svo frá að hann hefði komist í kynni við stúlkuna í gegnum Instagram og Snapchat. Kvaðst hann ekki hafa átt kynferðislegt samneyti við stúlkuna, þótt þau hefðu átt kynferðislegar samræður og sent hvort öðru kynferðislegar myndir, en þau hafi hist þrisvar sinnum.

Kvaðst ekki vita nákvæmlega um aldur stúlkunnar

Aðspurður kvað hann stúlkuna hafa tjáð sér að hún gengi í skóla. Hann hafi þó ekki vitað „nákvæmlega“ um aldur hennar enda hafi hann ekki spurt. Fram kemur í dómnum að hann hefði ekki hafa vitað um aldur stúlkunnar fyrr en hún hafi upplýst hann um það á 15 ára afmælisdegi sínum

Þá sagðist hann hafa þrívegis lánað stúlkunni pening. Um lágar upphæðir hafi verið að ræða í hvert sinn, en alls hafi hann lánað henni um 30.000 krónur, sem hann hafi afhent henni í reiðufé. Auk þess hafi hann lánað vinkonu hennar peninga í gegnum Aur-app, en myndi þó ekki hversu há sú fjárhæð hefði verið.

Fantasía um vændiskaup

Fram kemur í dómi héraðsdóms, að maðurinn hafi vísað til þess að jafnvel þótt samskipti þeirra á samskiptaforritinu hafi verið af kynferðislegum toga hafi hann þau einungis falið í sér kynferðislegarhugrenningar af hans hálfu. Hafi „fantasían“, eins og maðurinn hefur kosið að kalla það, meðal annars gengið út á það að stúlkan væri vændiskona og þá maðurinn væntanlega vændiskaupandi.

Hann hefur gengist við því að hafa afhent stúlkunni pening, þótt hann telji fjárhæð þeirra greiðslna vera nokkru lægri en stúlkan hafi greint frá. Þá hefur hann staðhæft að greiðslur hans til stúlkunnar, í formi reiðufjár eða með innlögnum á bankareikning vinkonu hennar, hafi verið lán. Hann hefur enn fremur staðhæft að hafa ekki vitað um aldur brotaþola, en hann hafi þó talið að hún væri eldri en 15 ára gömul, enda taldi hann brotaþola stunda nám við fjölbrautaskóla. 

Sagði að maðurinn hefði sér greitt hátt í 400.000 kr.

Stúlkan staðhæfði á hinn bóginn fyrir dómi að hún hefði, í allt að 10–12 skipti, hitt manninn og stundað með honum kynmök eða átt við hann munnmök í bifreið hans. Hann hefði greitt henni alls um 300.000 – 400.000 krónur, þar af um 50.000 krónur í fyrsta sinn sem þau hittust. Hann hefði ýmist greitt henni í reiðufé eða með millifærslu á reikning vinkonunnar, sem hefði verið með henni í fyrsta sinn sem hún hitti manninn.

Stúlkan kveðst þess fullviss að manninum hafi verið kunnugt um aldur hennar, enda taldi hún sig hafa sagt honum það, auk þess sem hann hefði vitað að hún gengi í grunnskóla, en maðurinn hefði einhverju sinni sótt hana þangað.

Samskiptin nær eingöngu af kynferðislegum toga

Fram kemur í dómi héraðsdóms, að á meðal gagna málsins séu fjölmörg samskipti mannsins og stúlkunnar á Snapchat, sem maðurinn og stúlkan hafi bæði staðfest fyrir dómi að hafi verið á milli þeirra.

„Eru samskiptin nær eingöngu af kynferðislegum toga. Má berlega af samskiptunum ráða að þar sé ákærði að falast eftir kynferðislegu samneyti við brotaþola gegn greiðslu og verður ekki annað af þeimráðið en að ákærði hafi greitt eða lofað að greiða brotaþola gegn því að hún hefði við hann samræði,“ segir í dómi héraðsdóms. 

Framburður mannsins með miklum ólíkindablæ

Héraðsdómur segir að framburður stúlkunnar hafi verið stöðugur frá upphafi, mjög trúverðugur enda fái hann stoð í gögnum málsins og framburði vitna. Það sama verði ekki sagt um framburð mannsins sem hafi haft yfir sér mikinn ólíkindablæ. Og var maðurinn sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlkunni. 

Hvað varðar vændiskaup, þá segir í dómi héraðsdóms að það leiki ekki nokkur vafi á því að maðurinn hafi haft samræði eða önnur kynferðismök við stúlkuna. Þá liggi fyrir að hann greiddi stúlkunni peninga, þótt nákvæm upphæð þeirra greiðslna liggi ekki fyrir.

Fráleit skýring

„Að mati dómsins er fráleit sú skýring ákærða að hann hafi lánað brotaþola umrædda fjármuni, enda fær slíkt enga stoð í gögnum máls eða framburði vitna. Verður því lagt til grundvallar að ákærði hafi greitt brotaþola allt að 300.000 krónur í reiðufé og 45.000
22krónur með millifærslum á reikning vinkonu brotaþola. Verður ákærði því jafnframt sak-felldur fyrir brot gegn 2. mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga,“ segir í dómi héraðsdóms. 

Á sér engar málsbætur

Þá kemur fram, að maðurinn sé fæddur í maí 2002 og hafi því verið á tuttugasta aldursári þegar brotin voru framin, en nokkur aldursmunur er á honum og stúlkunni.

„Verður til þess litið við ákvörðun refsingar sem og þess að um alvarleg og ítrekuð brot gegn barni var að ræða sem átti sér stað yfir langt tímabil. Með því nýtti ákærði sér einkar viðkvæma stöðu brotaþola, sem honum var fullkunnugt um og að framan er rakin, auk þess sem brot hans beindust gegn mikilvægum verndarhagsmunum brotaþola, sem var barn að aldri. Að mati dómsins á ákærði sér engar málsbætur. Á hinn bóginn er til þess að líta að ákærði hefur ekki áður sætt refsingu. Með vísan til þess er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár.“

mbl.is