Hanna Stína: Breskur sveitastíll í úthverfi Reykjavíkur

Heimili | 30. september 2019

Hanna Stína: Breskur sveitastíll í úthverfi Reykjavíkur

Innanhússarkitektinn Hanna Stína Ólafsdóttir fékk það verkefni að hanna eldhús, baðherbergi og forstofu í huggulegu húsi í einu af úthverfum borgarinnar. Húsráðendur höfðu ákveðnar skoðanir á því hvað þeir vildu.

Hanna Stína: Breskur sveitastíll í úthverfi Reykjavíkur

Heimili | 30. september 2019

Í eldhúsinu er sprautulakkaðar innréttingar í bláu og gráu. Á …
Í eldhúsinu er sprautulakkaðar innréttingar í bláu og gráu. Á gólfunum eru fallegar munstraðar flísar. Ljósmynd/Kári Sverrisson

Innanhússarkitektinn Hanna Stína Ólafsdóttir fékk það verkefni að hanna eldhús, baðherbergi og forstofu í huggulegu húsi í einu af úthverfum borgarinnar. Húsráðendur höfðu ákveðnar skoðanir á því hvað þeir vildu.

Innanhússarkitektinn Hanna Stína Ólafsdóttir fékk það verkefni að hanna eldhús, baðherbergi og forstofu í huggulegu húsi í einu af úthverfum borgarinnar. Húsráðendur höfðu ákveðnar skoðanir á því hvað þeir vildu.

Þegar Hanna Stína er spurð um raðhúsið í einu af úthverfum Reykjavíkur kemur í ljós að húsráðendur voru spenntir fyrir breskum sveitastíl. Stíllinn er kallaður Shaker-stíll og gengur út á fulningahurðir, kassalaga form og hlýleika.

Í eldhúsinu eru bæði gráar og bláar innréttingar með fulningahurðum og líka hurðum með röndum. Stór skápaveggur geymir ísskáp og tvo bakaraofna og því er ekki hægt að kvarta undan litlu skápaplássi, kæliplássi eða ekki sé hægt að skella í hrygg og læri á sama tíma og marengs er bakaður. Eldhúsið er í raun svolítið tvískipt því öðrum megin er þessi gullni þríhyrningur þar sem helluborð, bakarofn, ísskápur og vaskur tengjast í þríhyrning en hinum megin við eyjuna er borðkrókur með tækjaskáp og fleiri hirslum þar sem hægt er að hafa það náðugt.

Allar innréttingar voru sérsmíðaðar í Axis og eru úr sprautulökkuðu mdf. Í kringum háfinn fyrir ofan eyjuna er stálklæðning sem kemur vel út en fyrir framan eru tvö ljós. Höldurnar í eldhúsinu eru frá Dowsing and Reynolds og búa þær til mikinn karakter.

Þótt innréttingin í eldhúsinu sé hvorki doppótt né rósótt og sé frekar einföld þá er alls ekki hægt að segja að það sé ekkert spennandi að gerast í eldhúsinu því bæði flísar á gólfi og flísar á milli skápa skapa ákveðna stemningu. Þær koma frá Agli Árnasyni.

Eldhúsið sjálft er svo málað í grágrænum lit sem gerir rýmið hlýlegt og heldur vel utan um þá sem búa í húsinu. Borðkrókurinn með bekknum er líka sérlega vel heppnaður og smart. Hann er þó ekki bara gerður fyrir útlitið því þar er hægt að núllstilla sig eftir erilsaman dag. Ljósin í eldhúsinu eru frá Lýsingu og hönnun.

Forstofa sem virkar

Þegar inn í forstofuna er komið tekur stór og myndarlegur fataskápur við fólki. Hann er í nákvæmlega sama stíl og innréttingarnar í eldhúsinu, þessum breska sveitastíl. Flísarnar á gólfinu koma vel út á móti innréttingunum og stóri spegillinn í horninu hefur mikið notagildi enda nauðsynlegt að geta speglað sig almennilega áður en farið er út úr húsi.

Fantaflott bað

Baðherbergið er í nákvæmlega sama stíl og eldhús og forstofa. Þar er innrétting frá Lusso Stone en á veggjunum er blá viðarklæðning. Á veggnum eru ljósar flísar sem koma með fallegan effekt á móti. Stóri spegilinn er bæði með lýsingu á bak við og svo er lampi framan á.

Í heild sinni tala þessi rými vel saman eins og sést á myndunum.

Sjá síðu 10

Borðkrókurinn er ævintýralegur. Veggirnir eru málaðir í grágrænum tón sem …
Borðkrókurinn er ævintýralegur. Veggirnir eru málaðir í grágrænum tón sem fer vel við innréttingarnar. Ljósin koma frá Lýsingu og hönnun. Ljósmynd/Kári Sverrisson
Forstofan er falleg en hér var skipt um fataskápa og …
Forstofan er falleg en hér var skipt um fataskápa og gólfefni. Stóri spegillinn í horninu er frá Glerborg. Ljósmynd/Kári Sverrisson
Hér eru veggirnir klæddir með við og fyrir ofan er …
Hér eru veggirnir klæddir með við og fyrir ofan er flísalegt. Góð lýsing er á baðherberginu eða bæði baklýsing og spegil og svo ljós framan á speglinum sjálfum. Ljósmynd/Kári Sverrisson
Svona leit eldhúsið út fyrir breytingar.
Svona leit eldhúsið út fyrir breytingar.
Baðherbergið var einfalt fyrir breytingar og lítið að frétta þar.
Baðherbergið var einfalt fyrir breytingar og lítið að frétta þar.
Svona leit forstofan út fyrir breytingar.
Svona leit forstofan út fyrir breytingar.
mbl.is