Steldu heimilisstíl Alexöndru og Gylfa

Heimili | 9. maí 2020

Steldu heimilisstíl Alexöndru og Gylfa

Alexandra Helga Ívarsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning, og eiginmaður hennar, Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Everton, eiga einstaklega fallegt heimili.

Steldu heimilisstíl Alexöndru og Gylfa

Heimili | 9. maí 2020

Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson eiga fallegt heimili.
Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson eiga fallegt heimili. skjáskot/Instagram

Alexandra Helga Ívarsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning, og eiginmaður hennar, Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Everton, eiga einstaklega fallegt heimili.

Alexandra Helga Ívarsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning, og eiginmaður hennar, Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Everton, eiga einstaklega fallegt heimili.

Hjónin eru búsett í Manchester á Bretlandi og hafa búið sér hlýlegt og fallegt heimili. Á heimili þeirra má finna fjöldann allan af hönnunarvörum en Alexandra sýnir reglulega frá heimili þeirra á Instagram. 

Þar má meðal annars finna myndavegg með myndum úr brúðkaupi þeirra, ljós frá Tom Dixon, Eggið frá Arne Jacobsen og bolla frá Royal Copenhagen. Þar má einnig sjá glytta í hverskyns skrautmuni frá hinu finnska Iittala og í hrærivél frá Kitchenaid. 

Veggirnir á heimili Alexöndru og Gylfa eru í svörtum lit sem setur stemninguna á heimilinu.

Myndaveggurinn og Eggið frá Arne Jacobsen.
Myndaveggurinn og Eggið frá Arne Jacobsen. Skjáskot/Instagram
Ljósin eru frá Tom Dixon.
Ljósin eru frá Tom Dixon. Skjáskot/Instagram
Ljósin frá Tom Dixon njóta sín vel. Á borðinu og …
Ljósin frá Tom Dixon njóta sín vel. Á borðinu og við vegginn má sjá skrautmuni frá Iittala. skjáskot/Instagram
Svört Kitchenaid hrærivél og trébretti frá Iittala í bakgrunni.
Svört Kitchenaid hrærivél og trébretti frá Iittala í bakgrunni. Skjáskot/Instagram
Bolli frá Royal Copenhagen.
Bolli frá Royal Copenhagen. Skjáskot/Instagram
mbl.is