Gatan eini staðurinn sem bíður þeirra

Á flótta | 10. september 2020

Gatan eini staðurinn sem bíður þeirra

Grísk yfirvöld leita nú allra leiða til þess að koma þúsundum flóttamanna í skjól eftir að Moria-flóttamannabúðirnar brunnu til kaldra kola á eyjunni Lesbos aðfararnótt miðvikudags. Á milli 12 og 13 þúsund flóttamenn voru í Moria en búðirnar voru byggðar fyrir 2.800 manns á sínum tíma. Allt í kringum svæðið þar sem búðirnar voru mátti sjá sofandi fólk í gærkvöldi og í nótt. Fólk sem flúði eldinn en var stöðvað á leið sinni til næstu bæja. Það var því ekkert annað í boði en að leggjast til hvílu á þjóðveginum, bæði börn og fullorðnir. 

Gatan eini staðurinn sem bíður þeirra

Á flótta | 10. september 2020

Grísk yfirvöld leita nú allra leiða til þess að koma þúsundum flóttamanna í skjól eftir að Moria-flóttamannabúðirnar brunnu til kaldra kola á eyjunni Lesbos aðfararnótt miðvikudags. Á milli 12 og 13 þúsund flóttamenn voru í Moria en búðirnar voru byggðar fyrir 2.800 manns á sínum tíma. Allt í kringum svæðið þar sem búðirnar voru mátti sjá sofandi fólk í gærkvöldi og í nótt. Fólk sem flúði eldinn en var stöðvað á leið sinni til næstu bæja. Það var því ekkert annað í boði en að leggjast til hvílu á þjóðveginum, bæði börn og fullorðnir. 

Grísk yfirvöld leita nú allra leiða til þess að koma þúsundum flóttamanna í skjól eftir að Moria-flóttamannabúðirnar brunnu til kaldra kola á eyjunni Lesbos aðfararnótt miðvikudags. Á milli 12 og 13 þúsund flóttamenn voru í Moria en búðirnar voru byggðar fyrir 2.800 manns á sínum tíma. Allt í kringum svæðið þar sem búðirnar voru mátti sjá sofandi fólk í gærkvöldi og í nótt. Fólk sem flúði eldinn en var stöðvað á leið sinni til næstu bæja. Það var því ekkert annað í boði en að leggjast til hvílu á þjóðveginum, bæði börn og fullorðnir. 

Flóttafólk kom sér fyrir á þjóðveginum við hafnarbæinn Mytilene í …
Flóttafólk kom sér fyrir á þjóðveginum við hafnarbæinn Mytilene í nótt. AFP

Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneyti flótta- og hælismála hefur ferja verið send til eyjunnar til að hýsa hundruð flóttamanna. Von er á varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Margaritis Schinas, til Lesbos þar sem hann mun gera úttekt á aðstæðum flóttafólks á eyjunni.  

„Staðan sem upp er komin á Lesbos, þar sem þúsundir barna á flótta eru nú heimilislaus eftir eldsvoðann í Moria-flóttamannabúðunum, undirstrikar enn og aftur hversu brýnt það er að finna tafarlaust mannúðlegar lausnir í málefnum barna á flótta í Evrópu þar sem réttindi barna eru virt og þau fá þá vernd og þjónustu sem þau þurfa.

Flóttamannabúðirnar, sem voru heimili yfir 12 þúsund manns, voru yfirfullar fyrir eldsvoðann og erfitt að verjast kórónaveirusmitum. Nú þegar búðirnar eru brunnar er enn erfiðara að halda uppi smitvörnum og  því mikil hætta á að veiran geti breiðst hratt út,“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi.

Svefnstaður barna á Lesbos í nótt.
Svefnstaður barna á Lesbos í nótt. AFP

Enginn slasaðist alvarlega í eldsvoðanum en eldurinn gjöreyðilagði þann hluta búðanna sem var reistur í upphafi. Þar bjuggu fjögur þúsund manns en átta þúsund til viðbótar bjó í tjöldum og hreysum þar í kring. Stór hluti þess svæðis varð einnig eldinum að bráð. Í gærkvöldi kviknaði eldur að nýju í búðunum og eyðilögðust í honum það sem eftir stóð af Moria-búðunum að því er segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. 

„Í dag verður allt gert til þess að koma fjölskyldum og þeim sem eru í viðkvæmri stöðu í skjól sem fyrst,“ segir í tilkynningu frá ráðuneyti sem fer með málefni flóttafólks og hælisleitenda.

Tvö herskip munu koma með svefnbedda til Lesbos sem hægt verður að koma fyrir um borð í ferjunni. 

Ráðherra málefna flóttafólks og hælisleitenda, Notis Mitarachi, sagði í gær að hælisleitendur hafi kveikt eldinn í mótmælaskyni við þær sóttvarnareglur sem settar voru í kjölfar þess að 35 manns í búðunum greindust með kórónuveirusmit. Lýst hefur verið yfir fjögurra mánaða neyðarástandi á Lesbos og flogið hefur verið með óeirðarlögreglu til eyjunnar.

AFP

Ríki Evrópu, allt frá Þýskalandi til Noregs, ásamt ráðamönnum ESB, hafa boðið fram aðstoð og segja nauðsynlegt að breyta reglum sem gilda um alþjóðlega vernd hjá ESB.

Allt frá því að Grikkland varð að einu helsta anddyri að Evrópu fyrir flóttafólk og hælisleitendur árið 2015 hafa grísk stjórnvöld byggt tugi flóttamannamiðstöðva í landinu. Vegna þess að önnur ríki Evrópu hafa aðeins tekið við brotabroti af þessum fjölmenna hóp þá eru flóttamannamiðstöðvar í Grikklandi yfirfullar. 

UNICEF heldur áfram að kalla eftir því að börn og aðrir viðkvæmir hópar fólks á flótta verði tafarlaust flutt í öruggt og viðeigandi húsaskjól á meginlandi Grikklands sem hluti af viðbragðsáætlun landsins við útbreiðslu COVID-19.

AFP

Sem fyrstu viðbrögð eftir brunann hefur UNICEF sett upp neyðarskýli þar sem meðal annars 150 fylgdarlaus börn hafa fengið skjól en nauðsynlegt er að finna varanleg úrræði fyrir öll þau börn sem eru nú í enn viðkvæmari stöðu en áður. 

AFP

UNICEF hefur unnið með fylgdarlausum börnum og barnafjölskyldum á Lesbos í fleiri ár og sinnir meðal annars barnavernd, fjölskyldusameiningu, forvörnum og viðbrögðum gegn ofbeldi. Auk þess veitir UNICEF börnum aðgang að menntun utan skólakerfisins.  Eftir eldsvoðann er brýn þörf á að útvega fleiri neyðartjöld, hreint vatn og hreinlætisvörur og hjálpa íbúum að verja  sig gegn kórónaveirusmitum.

AFP
mbl.is