Gerðardómur óumflýjanlegur

Kjaraviðræður | 4. janúar 2021

Gerðardómur óumflýjanlegur

Tilboð Flugvirkjafélags Íslands þar sem lögð voru fram drög að heilstæðum kjarasamningi flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands var rætt á fundi deiluaðila á laugardaginn og er enn á borðinu að sögn Guðmundar Úlfars Jónssonar, formanns flugvirkjafélagsins.

Gerðardómur óumflýjanlegur

Kjaraviðræður | 4. janúar 2021

Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands.
Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Tilboð Flugvirkjafélags Íslands þar sem lögð voru fram drög að heilstæðum kjarasamningi flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands var rætt á fundi deiluaðila á laugardaginn og er enn á borðinu að sögn Guðmundar Úlfars Jónssonar, formanns flugvirkjafélagsins.

Tilboð Flugvirkjafélags Íslands þar sem lögð voru fram drög að heilstæðum kjarasamningi flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands var rætt á fundi deiluaðila á laugardaginn og er enn á borðinu að sögn Guðmundar Úlfars Jónssonar, formanns flugvirkjafélagsins.

Hann segir óumflýjanlegt að til gerðardóms komi í dag eins og gert er ráð fyrir í lögum sem sett voru á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Hann segir að ekki hafi en verið tekin afstaða til tilboðs flugvirkja með drögum að samningi.

Guðmundur vonast eftir að ákveðið svigrúm verði gefið til að ná sáttum um einstaka hluta samnings þrátt fyrir að gerðardómur verði skipaður. 

„Það er bara óumflýjanlegt að það verði skipaður gerðardómur úr því sem komið er. Auðvitað vonuðum við að samninganefnd ríkisins hefði sett meira púður í að mæta þessum heildstæða kjarasamning sem við lögðum á borðið, hann er hagsmunagagn beggja,“ segir Guðmundur Úlfar. 

Laun eftir álagi 

Flugvirkjafélagið sendi frá sér tilkynningu sem fyrir jól þar sem áréttað er að launataxtar flugvirkja Landhelgisgæslunnar spanna 472.000 krónur við sveinsréttindi og ná upp í 842.000 krónum eftir átján ára starf sem viðhaldsvottar á loftför gæslunnar.

Hann bendir einnig á að flugvirkjar Landhelgisgæslunnar ganga bakvaktir, sinna útköllum á öllum tímum sólarhrings og vinna yfirvinnu vegna undirmönnunar ásamt því að starfa erlendis hluta úr ári og því ekki óeðlilegt að laun hækki við slíkar álagsgreiðslur.

mbl.is