Sæskjaldbökuungar skríða til sjávar

Krúttleg dýr | 11. ágúst 2021

Sæskjaldbökuungar skríða til sjávar

Sæskjaldbökur sem hafa nýlega klakist úr eggjum sínum leggja nú leið sína til sjávar á verndarsvæði fyrir skjaldbökur á ströndinni Lara á Akamas-skaganum í vesturhluta Kýpur.

Sæskjaldbökuungar skríða til sjávar

Krúttleg dýr | 11. ágúst 2021

Sæskjaldbökur sem hafa nýlega klakist úr eggjum sínum leggja nú leið sína til sjávar á verndarsvæði fyrir skjaldbökur á ströndinni Lara á Akamas-skaganum í vesturhluta Kýpur.

Sæskjaldbökur sem hafa nýlega klakist úr eggjum sínum leggja nú leið sína til sjávar á verndarsvæði fyrir skjaldbökur á ströndinni Lara á Akamas-skaganum í vesturhluta Kýpur.

Skjaldbökurnar, sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði, verpa eggjum á Lara frá miðjum maí og fram í miðjan ágúst.

Eru sæskjaldbökurnar í útrýmingarhættu og hreiðrin því varin á ströndinni með járnbúrum bæði fyrir rándýrum og ferðum manna.

mbl.is