Trýnislaus tík fékk lífstíðarheimili: „Við elskum hana eins og hún er“

Krúttleg dýr | 29. ágúst 2021

Trýnislaus tík fékk lífstíðarheimili: „Við elskum hana eins og hún er“

Tíkin Bonnie er ekki með neitt trýni og á hana vantar annan framfótinn eftir að hún varð fyrir lest sem heimilislaus hvolpur í Rúmeníu.

Trýnislaus tík fékk lífstíðarheimili: „Við elskum hana eins og hún er“

Krúttleg dýr | 29. ágúst 2021

Bonnie er fullkomin eins og hún er að sögn eiganda …
Bonnie er fullkomin eins og hún er að sögn eiganda hennar sem féll algjörlega fyrir henni og ákvað að taka hana að sér. Skjáskot af instagram

Tíkin Bonnie er ekki með neitt trýni og á hana vantar annan framfótinn eftir að hún varð fyrir lest sem heimilislaus hvolpur í Rúmeníu.

Tíkin Bonnie er ekki með neitt trýni og á hana vantar annan framfótinn eftir að hún varð fyrir lest sem heimilislaus hvolpur í Rúmeníu.

Núverandi eigandi hennar, Kate Comfort, sá hvolpinn á facebooksíðu fyrir dýr í heimilisleit og féll algjörlega fyrir henni vitandi að fáir myndu vilja taka hana að sér vegna þess hvernig hún leit út. 

Kate segir í samtali við Bored Panda að hún hafi ekki viljað láta Bonnie ganga í gegnum andlitsaðgerð enda hrjái trýnisleysið hana ekki. Hún reyndi þó að leyfa henni að nota gervifót en það gekk ekki sem skyldi og ráðlögðu læknar Kate að láta aflima fótinn alveg. Nú er Bonnie algjörlega verkjalaus og hamingjusöm og lifir venjulegu lífi með fjölskyldu sinni; Kate, eiginmanni hennar og þremur ungum börnum. 

„Við elskum hana eins og hún er,“ segir Kate en hægt er að fylgjast með Bonnie á instagramsíðu hennar þar sem hún er með tæplega 22 þúsund fylgjendur.

Bored Panda.

mbl.is