Geltandi listmálari slær í gegn

Krúttleg dýr | 30. ágúst 2021

Geltandi listmálari slær í gegn

Hundurinn Secret hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Eigandi Secret heldur utan um aðganginn @my_aussie_gal sem er stútfullur af skemmtilegum myndum og myndböndum af hundinum og er aðgangurinn með yfir milljón fylgjendur. Secret er svo sannarlega fjölhæfur og fallegur hundur en nýjasta áhugamálið er að mála, þar sem hún heldur málningarbursta í munni sínum og málar litrík og skemmtileg málverk. Fyrsta verk Secret var einhvers konar sólblóm sem heppnaðist einstaklega vel og má með sanni segja að Secret eigi framtíðina fyrir sér í listinni.

Geltandi listmálari slær í gegn

Krúttleg dýr | 30. ágúst 2021

Hvaða blóm ætli hundurinn Secret sé að mála?
Hvaða blóm ætli hundurinn Secret sé að mála? Skjáskot

Hundurinn Secret hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Eigandi Secret heldur utan um aðganginn @my_aussie_gal sem er stútfullur af skemmtilegum myndum og myndböndum af hundinum og er aðgangurinn með yfir milljón fylgjendur. Secret er svo sannarlega fjölhæfur og fallegur hundur en nýjasta áhugamálið er að mála, þar sem hún heldur málningarbursta í munni sínum og málar litrík og skemmtileg málverk. Fyrsta verk Secret var einhvers konar sólblóm sem heppnaðist einstaklega vel og má með sanni segja að Secret eigi framtíðina fyrir sér í listinni.

Hundurinn Secret hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Eigandi Secret heldur utan um aðganginn @my_aussie_gal sem er stútfullur af skemmtilegum myndum og myndböndum af hundinum og er aðgangurinn með yfir milljón fylgjendur. Secret er svo sannarlega fjölhæfur og fallegur hundur en nýjasta áhugamálið er að mála, þar sem hún heldur málningarbursta í munni sínum og málar litrík og skemmtileg málverk. Fyrsta verk Secret var einhvers konar sólblóm sem heppnaðist einstaklega vel og má með sanni segja að Secret eigi framtíðina fyrir sér í listinni.

Eigandinn segir að þau séu saman að æfa sig í að mála mismunandi form og skemmti sér virkilega vel við það. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með ævintýrum og hæfileikum Secret og ég mæli eindregið með því fyrir ykkur sem passið upp á að fá alltaf ráðlagðan dagskammt af krúttlegheitum!


 

mbl.is