Kim Jong Un sólbrúnn og spengilegur

Norður-Kórea | 9. september 2021

Kim Jong Un sólbrúnn og spengilegur

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, var miðpunktur athyglinnar er hann mætti við skrúðgöngu norðurkóreska hersins fyrr í dag.

Kim Jong Un sólbrúnn og spengilegur

Norður-Kórea | 9. september 2021

Kim Jong Un við skrúðgönguna.
Kim Jong Un við skrúðgönguna. AFP

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, var miðpunktur athyglinnar er hann mætti við skrúðgöngu norðurkóreska hersins fyrr í dag.

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, var miðpunktur athyglinnar er hann mætti við skrúðgöngu norðurkóreska hersins fyrr í dag.

Skrúðgöngunni var sjónvarpað í Norður-Kóreu og þar sést að Kim Jong Un hefur lést töluvert á síðustu mánuðum, þar að auki er hann sólbrúnn og kominn með nýja klippingu að því er segir á vef Bloomberg.

Að sögn Bloomberg-fréttastofunnar virtist Kim Jong Un skemmta sér vel yfir skrúðgöngunni en hann bæði veifaði og brosti.

Heilsufar Kims hefur verið mikið til umræðu á síðustu árum og fylgst hefur verið vel með honum í hvert sinn sem hann kemur fram opinberlega. Margir fjölskyldumeðlima hans hafa greinst með hjartasjúkdóma.

Frá skrúðgöngunni í dag.
Frá skrúðgöngunni í dag. AFP

Suðurkóreskir njósnarar sögðu í júní að Kim hefði losnað við að minnsta kosti 20 kíló á síðustu mánuðum. Samkvæmt Bloomberg-fréttastofunni virðist hann enn grennri nú en þá.

Vorið 2020 sást Kim ekki opinberlega í 20 daga og fór þá á flug orðrómur þess efnis að leiðtoginn hefði gengist undir hjartaðgerð. Leyniþjónusta Suður-Kóreu sagði ekkert vera til í þeim sögusögnum. Leiðtoginn hvarf einnig af sjónarsviðinu í 40 daga árið 2014 og studdist svo við staf þegar hann loks sást opinberlega aftur.

mbl.is