Sæljón í vanda flúði háhyrninga

Krúttleg dýr | 29. september 2021

Sæljón í vanda flúði háhyrninga

Sæljón nokkurt reyndi að bjarga lífi sínu með því að hoppa upp á bát hjá konu nokkurri til að komast hjá því að verða étið af háhyrningahjörð. 

Sæljón í vanda flúði háhyrninga

Krúttleg dýr | 29. september 2021

Sæljónið var fegið að komast upp í bátinn.
Sæljónið var fegið að komast upp í bátinn.

Sæljón nokkurt reyndi að bjarga lífi sínu með því að hoppa upp á bát hjá konu nokkurri til að komast hjá því að verða étið af háhyrningahjörð. 

Sæljón nokkurt reyndi að bjarga lífi sínu með því að hoppa upp á bát hjá konu nokkurri til að komast hjá því að verða étið af háhyrningahjörð. 

Konan umrædda, sem var með tiktokaðganginn „Nutabull, sem hefur síðan verið eytt, virðist sjálf hafa verið í mikilli geðshræringu yfir öllu sem gekk á og bað sæljónið ítrekað að fara aftur í sjóinn þar sem háhyrningarnir svömluðu um. 

Sæljónið vildi hins vegar sitja sem fastast eftir að það uppgötvaði griðastaðinn. 

Ekki er víst hver afdrif sæljónsins voru en konan sem tók upp myndbandið virðist hafa orðið fyrir miklu áreiti frá reiðum netverjum eftir að hún birti myndbönd af atvikinu, sem er líklega ástæðan fyrir því að hún eyddi aðganginum. Í öðru myndbandi, sem virðist tekið upp síðar, virðist konan hræða sæljónið af bátnum og segir meðal annars: „Ég hef ekki tíma fyrir þetta,“ áður en hún sigldi á bátnum í burtu frá háhyrningunum og sæljóninu – sem er eitt af því sem hefur reitt netverja til reiði. 

Við skulum bara vona að sæljónið hafi komist lífs af!

Myndböndin voru birt á Twitter og á fleiri stöðum eftir að Nutabull eyddi aðganginum en þau má sjá hér að neðan.

mbl.is