„Það er eitthvað í gangi þarna undir“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 3. nóvember 2021

„Það er eitthvað í gangi þarna undir“

Jafnt gasútstreymi frá fimmta gígnum í Geldingadölum bendir til þess að enn sé líf í gígnum. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við mbl.is.

„Það er eitthvað í gangi þarna undir“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 3. nóvember 2021

Þrátt fyrir að gosvirkni hafi legið niðri um hríð virðist …
Þrátt fyrir að gosvirkni hafi legið niðri um hríð virðist fólk enn sækja í Geldingadali. mbl.is/Sigurður Bogi

Jafnt gasútstreymi frá fimmta gígnum í Geldingadölum bendir til þess að enn sé líf í gígnum. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við mbl.is.

Jafnt gasútstreymi frá fimmta gígnum í Geldingadölum bendir til þess að enn sé líf í gígnum. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við mbl.is.

„Ég tel svo vera því við erum að fá stöðugt gasútstreymi í ákveðnum hrinum frá gígnum sem bendir til þess að kvikan sé að koma upp til yfirborðs og losa sig við gas, þó hún komi ekki alveg upp á yfirborðið.“

Erfitt að spá fyrir um kvikuna

Aðspurður segir Þorvaldur ekki útilokað að kvika fari að streyma upp á yfirborðið á ný en að erfitt sé að spá fyrir um það hvort, hvenær og hvar það muni gerast.

„Það getur alveg gerst aftur en við vitum ekki ennþá hverjar lyktirnar verða. Þetta getur farið á hvorn veginn sem er. Þetta getur svosem bara dáið út en svo getur það líka alveg náð sér upp aftur, hvort sem það er í þessum gíg eða í einhverjum nýjum gíg.“

Þá segir hann áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu geta verið merki um að eitthvað sé að krauma undir niðri.

„Það er náttúrulega ennþá skjálftavirkni við Keili sem er beint yfir ganginum. Það var skjálfti upp á fjóra þar í gær. Þannig skjálftavirknin heldur aðeins áfram þar. Það er eitthvað í gangi þarna undir. Það er einhver hreyfing í gangi en svo er bara spurning hvernig menn vilja túlka það.“

Yfirlit yfir skjálftavirkni á landinu frá 25. til 31. október.
Yfirlit yfir skjálftavirkni á landinu frá 25. til 31. október. Kort/Veðurstofa Íslands

180 skjálftar mældust á Keilissvæðinu

Samkvæmt lýsingu Veðurstofu Íslands á skjálftavirkni mældust um 370 skjálftar á Reykjanesskaga í síðastliðinni viku og var sá stærsti 3,6 að stærð kl. 18.37 þann 28. október.

Hrinan suðvestur af Keili stendur enn yfir en um 180 skjálftar mældust á því svæði og undir Fagradalsfjalli. Flestir skjálftanna voru undir einum að stærð en stærsti skjálftinn var 2,7 að stærð þann 31. október. Norðan Grindavíkur mældust tæplega 40 smáskjálftar. Nokkrir smáskjálftar mældust í nágrenni Bláfjalla.

Al­manna­varn­arstig í Geld­inga­döl­um var lækkað úr hættu­stigi niður í óvissu­stig í síðasta mánuði vegna þess að virkn­in í gígn­um hafði þá legið niðri í fjór­ar vik­ur.

mbl.is