Opnuðu crossfit-stöð í krúttlegum bæ í Noregi

Heilsurækt | 5. febrúar 2022

Opnuðu crossfit-stöð í krúttlegum bæ í Noregi

Eyjamærin Sandra Sigurjónsdóttir og unnusti hennar Torfinn Aamodt opnuð crossfit-stöð í gamalli sögunarmyllu í bænum Sykkylven í Noregi í september síðastliðinn. Hugmyndin að stöðinni kviknaði í faraldrinum þegar líkamsræktarstöðvar lokuðu og þau vantaði stað til að æfa. 

Opnuðu crossfit-stöð í krúttlegum bæ í Noregi

Heilsurækt | 5. febrúar 2022

Sandra Sigurjónsdóttir er einn eiganda Crossfit Sykkylven í Noregi.
Sandra Sigurjónsdóttir er einn eiganda Crossfit Sykkylven í Noregi.

Eyjamærin Sandra Sigurjónsdóttir og unnusti hennar Torfinn Aamodt opnuð crossfit-stöð í gamalli sögunarmyllu í bænum Sykkylven í Noregi í september síðastliðinn. Hugmyndin að stöðinni kviknaði í faraldrinum þegar líkamsræktarstöðvar lokuðu og þau vantaði stað til að æfa. 

Eyjamærin Sandra Sigurjónsdóttir og unnusti hennar Torfinn Aamodt opnuð crossfit-stöð í gamalli sögunarmyllu í bænum Sykkylven í Noregi í september síðastliðinn. Hugmyndin að stöðinni kviknaði í faraldrinum þegar líkamsræktarstöðvar lokuðu og þau vantaði stað til að æfa. 

Sandra og Torfinn fluttu til Noregs fyrir 7 árum og hafa búið á fjölskylduóðalssetri í Sykkylven undanfarin fimm ár, en bærinn er í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Álasundi. 

Þau opnuðu stöðina ásamt Ragnfrid systur Torfinns en hún er crossfit þjálfari og sér um rekstur stöðvarinnar. Crossfit kynntist Torfinn hér á Íslandi í Crossfit Reykjavík og smitaðist algjörlega af crossfit bakteríunni. 

„Við vorum búin að ræða þetta lengi að það væri sniðugt að opna slíka stöð hér íSykkylven því hér var ekki slíkt í boði og við með margar byggingar sem við gætum notað í slíkt,“ segir Sandra en nokkrar byggingar fylgja óðalssetrinu sem þau búa á. 

Stöðin er í gamalli sögunarmyllu.
Stöðin er í gamalli sögunarmyllu.

Unnu öll kvöld og allar helgar

Sandra segir það hafa verið mikla vinnu að gera upp sögunarmylluna en húsið var alveg hratt að innan. „Sem betur fer er Torfinn smiður og sér um allt af smíða vinnunni sjálfur með frábæra hjálp frá vinum og fjölskyldu. Við byrjuðum að gera upp húsnæðið i maí 2021 og opnuðum við dyrnar september 2021. Þannig að það var unnið öll kvöld og allar helgar til að vera tilbúin fyrir opnun.“

Sandra sjálf hefur í miklu að snúast, hún er „concept developer hjá húsgagnaversluninni Sunnemøre sem rekur 19 verslanir í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Þá er hún einnig hárgreiðslumeistari og rekur sína eigin hárgreiðslustofu og hönnunarbúð í Sykkylven. 

Mikil vinna var að gera húsið upp, en þau vörðu …
Mikil vinna var að gera húsið upp, en þau vörðu sumrinu í það.

Rekstur Crossfit Sykkylven hefur farið vel af stað. „Ragnfrid er fullkomin crossfit þjálfari og rekur Sykkylven crossfit svo fagmannlega og vel. Það eru langir biðlistar og virðist fólkið í Sykkylven vera að smitast af crossfit bakteríunni,“ segir Sandra. 

Hún byrjaði sjálf að æfa í stöðinni í haust. „Í byrjun byrjaði ég að æfa vegna þess að ég þurfti að komast í betra form en crossfit er einhver vegum svo miklu meira en bara að komast í gott form. Ég elska hvað ég er orðin sterkari, heilbrigðari og hef meiri orku eftir að ég byrjaði að æfa. Einnig er þetta mjög félagslegt og maður er farinn að kynnast svo mörgum,“ segir Sandra.

Glæsilegt útsýni er úr stöðinni.
Glæsilegt útsýni er úr stöðinni.
mbl.is