Hundahald leyft í skotlestum Japans

Krúttleg dýr | 21. maí 2022

Hundahald leyft í skotlestum Japans

Venjulega þarf að hafa hunda í einhvers konar búrum þegar þeir ferðast með eigendum sínum í háhraða skotlestunum í Japan, en í dag var hundahald leyft í einum vagni á leið frá Tokyo til Karuizawa.

Hundahald leyft í skotlestum Japans

Krúttleg dýr | 21. maí 2022

Hundarnir sem fengu að vera lausir í sérstakri gæludýra lestarferð …
Hundarnir sem fengu að vera lausir í sérstakri gæludýra lestarferð virtust kátir með tilbreytinguna. AFP/Behrouz MEHRI

Venjulega þarf að hafa hunda í einhvers konar búrum þegar þeir ferðast með eigendum sínum í háhraða skotlestunum í Japan, en í dag var hundahald leyft í einum vagni á leið frá Tokyo til Karuizawa.

Venjulega þarf að hafa hunda í einhvers konar búrum þegar þeir ferðast með eigendum sínum í háhraða skotlestunum í Japan, en í dag var hundahald leyft í einum vagni á leið frá Tokyo til Karuizawa.

Eigendur sýna hunda sína í lestarferðinni í dag.
Eigendur sýna hunda sína í lestarferðinni í dag. AFP/Behrouz MEHRI

21 loðinn ferfætlingur fylgdi eiganda sínum í þessa klukkustundar löngu gæludýra lestarferð.

Samanlögð þyngd gæludýra og búra þeirra má ekki vera meiri en tíu kílógrömm í venjulegri lestarferð háhraðalestarkerfis Japans, en lestir þar í landi eru þekktar fyrir það hversu hreint er inni í þeim.

Hundar þurfa venjulega að vera í búrum þegar ferðast á …
Hundar þurfa venjulega að vera í búrum þegar ferðast á með þá í háhraða lestarkerfi Japans. AFP/Behrouz MEHRI

Plast var sett yfir öll sæti gæludýra-lestarvagnsins og fjögur lofthreinsitæki til að reyna að halda hreinlætinu í hámarki.

Skipuleggjendur lestarferðarinnar segjast vonast til þess að fleiri sambærilegar ferðir verði í framtíðinni.

AFP/Behrouz MEHRI
AFPAFP/Behrouz MEHRI
AFP/Behrouz MEHRI
AFP/Behrouz MEHRI
mbl.is