„Notaðar flíkur með sögu heilla mig“

Fatastíllinn | 17. júlí 2022

„Notaðar flíkur með sögu heilla mig“

Bergdís Líf Eyjólfsdóttir er mikil áhugamanneskja um tísku, en hún er dugleg að deila myndum af sérlega flottum og töffaralegum fatastíl sínum á samfélagsmiðlinum Instagram. Hún leggur mikið upp úr því að líða vel í fötunum sem hún klæðist og lýsir fatastíl sínum sem blöndu af stíl beggja kynja á áttunda áratugnum og töffarastíl. 

„Notaðar flíkur með sögu heilla mig“

Fatastíllinn | 17. júlí 2022

Skandínavíski beib-stíllinn fylgdi Bergdísi til Ítalíu í vor.
Skandínavíski beib-stíllinn fylgdi Bergdísi til Ítalíu í vor. Ljósmynd/Aðsend

Bergdís Líf Eyjólfsdóttir er mikil áhugamanneskja um tísku, en hún er dugleg að deila myndum af sérlega flottum og töffaralegum fatastíl sínum á samfélagsmiðlinum Instagram. Hún leggur mikið upp úr því að líða vel í fötunum sem hún klæðist og lýsir fatastíl sínum sem blöndu af stíl beggja kynja á áttunda áratugnum og töffarastíl. 

Bergdís Líf Eyjólfsdóttir er mikil áhugamanneskja um tísku, en hún er dugleg að deila myndum af sérlega flottum og töffaralegum fatastíl sínum á samfélagsmiðlinum Instagram. Hún leggur mikið upp úr því að líða vel í fötunum sem hún klæðist og lýsir fatastíl sínum sem blöndu af stíl beggja kynja á áttunda áratugnum og töffarastíl. 

Bergdís er um þessar mundir að útskrifast sem Fashion Branding and Marketing Manager frá Via University College í Danmörku. Bergdís er 25 ára gömul og er búsett í litlum bæ í Danmörku sem heitir Herning. Hún mun þó flytja sig yfir til Árósa í haust þar sem hún mun hefja framhaldsnám í Design, Technology and Business við sama háskóla.

Bergdís kann vel við sig í Danmörku og er gjarnan kölluð „B“ eða „queen B“ af enskumælandi vinum sínum. Samhliða náminu starfar hún sem ljósmyndari hjá Le Management Kids, sem er módelskrifstofa fyrir börn.

Elskar herra jakkaföt

„Ég myndi segja að fatastíllinn minn sé blanda af báðum kynjum á áttunda áratugnum. Ég elska að blanda saman herra jakkafötum og kvenlegum fylgihlutum, en ég nota mikið klúta, skó og veski. Danski skandínavíski „beib“ stíllinn á það svo til að birtast, en ég er að vinna í því að bæta meira af litríkum og framúrstefnulegum fatnaði í fataskápinn til þess að „poppa“ upp þessa skandinavísku náttúrulegu litapalletu.“

„Ég áttaði mig á því fyrir mörgum árum síðan að það er sama hverju maður klæðist eða hvað maður gerir í lífinu, það mun alltaf vera fólk sem hefur skoðanir á því. Þess vegna skalt þú bara klæðast því sem þú villt fyrir sjálfan þig og engan annan.“

Aðspurð segist Bergdís oftast falla fyrir jökkum. „Ég á gott safn af „second hand“ jökkum sem ég hef verið að safna frá því ég var 17 ára gömul. Þetta eru mestmegnis herra jakkar, en herra jakkaföt og blazer-jakkar eru alltaf það fyrsta sem ég skoða í verslunum með notuð föt. Það er svo auðvelt að setja saman dress með „oversized“ blazer-jökkum því það er sama í hverju þú ert í innan undir, þú ert alltaf tilbúin fyrir allar uppákomur.“

Bergdís í fallegu dressi í Róm, Ítalíu.
Bergdís í fallegu dressi í Róm, Ítalíu. Ljósmynd/Aðsend

Nú þegar sumarið nálgast í Danmörku eru þægindin í fyrirrúmi hjá Bergdísi. „Ég klæðist mikið þægilegum „second hand“ stuttbuxum í 80's stíl, hinum fræga hlýrabol úr Zöru og fallegum „oversized“ blazer-jökkum. Til að krydda upp á lúkkið dreg ég síðan fram slæðu og skó sem passa við litapalletu dagsins.“

Eins og sést heldur Bergdís mikið upp á fallega blazer-jakka.
Eins og sést heldur Bergdís mikið upp á fallega blazer-jakka. Ljósmynd/Aðsend

„Við afar fín tilefni á ég það til að skella mér í kjól, en oftast vel ég fínni skó og skartgripi við hversdags fötin mín þar sem þau eru í fínni kantinum. Svo set ég á mig maskara, en það er einungis gert við sérstök tilefni.“

Forvitin að vita hvað flíkin hefur upplifað

Bergdís verslar aðallega notuð föt. „Fataskápurinn minn er 90% „second hand“ föt, en í verslunum með notuð föt finn ég margar flíkur með sögu og ég elska það. Bæði elska ég það að styrkja góð málefni við kaup á fötum, en svo er ég líka alltaf svo forvitin að vita hvað flíkin hefur upplifað eða gengið í gegnum með fyrrum eiganda.“

Fallegi hör liturinn passar sérlega vel við litapallettu Hringleikahússins í …
Fallegi hör liturinn passar sérlega vel við litapallettu Hringleikahússins í Róm, Ítalíu. Ljósmynd/Aðsend

Sér fataiðnaðinn í öðru ljósi í dag

„Mín verstu fatakaup voru þegar ég var yngri og áttaði mig ekki á alvarleika fataiðnaðarins. Þá snérist allt um að kaupa sem flestar flíkur fyrir sem minnstan pening, sem oftast voru notaðar í örfá skipti og svo endaði ég á því að losa mig við fötin nokkrum mánuðum síðar. Ég er þakklát fyrir að sjá hlutina í öðru ljósi í dag og vona að aðrir geri slíkt hið sama.“

„Mín bestu fatakaup munu vera „oversized“ pleður biker-jakkinn minn sem ég keypti notaðan í fyrra, en hann er bara allt of kúl og mér líður ekkert eðlilega nettri í honum. Ég fæ þvílíkt mikinn „it girl“ fíling og það er svo auðvelt að dressa hann með öðrum flíkum úr fataskápnum mínum.“

Bergdís í uppáhalds pleður biker-jakkanum sínum.
Bergdís í uppáhalds pleður biker-jakkanum sínum. Ljósmynd/Aðsend

Bergdís er opin fyrir flestu þegar kemur að tísku. „Ég hef lært það í gegnum tíðina að maður á aldrei að segja aldrei. Ég hélt til dæmis að ég myndi aldrei verða týpan til þess að vera spennt fyrir crocs-skóm, en í dag eru þeir einir af mínum uppáhalds skóm fyrir sumarið.“

Bergdís í bláum Crocs skóm sem komu henni skemmtilega á …
Bergdís í bláum Crocs skóm sem komu henni skemmtilega á óvart. Ljósmynd/Aðsend

Hún segist þó ekki vera mikið fyrir stutta toppa og boli, en þykir þeir afar flottir á öðrum. „Þessir toppar og stuttu bolir fyrir lítil brjóst, bæði aðsniðnir og lausir, þar sem maður getur ekki verið í neinum topp eða brjóstahaldara innan undir henta mér ekki. Það er í raun enginn stuðningur fyrir barminn og því eru þeir þannig séð bara gerðir fyrir stelpur sem eru með minni brjóst. Ég hef oft viljað klæðast þessum bolum, en við sem erum með aðeins stærri brjóst verðum að hafa einhvern stuðning. Það er bara þannig og þá eru líka aðrar flíkur sem fara okkur kannski betur.“

Draumurinn að eignast Jacquemus tösku

Um þessar mundir er Bergdís í leit að hinu fullkomna bikiníi og biker-stuttbuxum fyrir sumarið. „Eins og er hef ég leitað víða á netinu en ekki fundið það rétta enn. Þetta eru flíkur sem þú villt geta mátað, en þar sem ég stend í flutningum og ritgerðarskrifum hefur mér ekki enn tekist að finna tíma fyrir það.“

Bergdís heldur mikið upp á merki á borð við HavreStudio, Mirror Palais, Jacquemus, Kasia Kucheraska og Paloma Whool. „Þar sem ég er enn nemandi hef ég því miður ekki tök á að fjárfesta í flíkum þaðan enn þá. Þangað til nota ég merkin sem innblástur og kaupi síðan notaðar flíkur frá mannúðar- og uppbyggilegum búðum eins og Rauða Krossinum eða Hertex, og inn á milli kíki ég í Zöru fyrir sérstök tilefni.“

Bergdís er lunkin við að dressa sig upp með fallegum …
Bergdís er lunkin við að dressa sig upp með fallegum slæðum, en hér er hún með slæðu í hárinu. Ljósmynd/Aðsend

„Einn af mínum draumum er að fjárfesta í tösku hjá uppáhalds hönnuðinum mínum, Jacquemus. Ég hlakka mikið til að sá draumur rætist, ekki bara því þá mun ég hafa efnahag til að gera slíkt heldur yrði það sigur fyrir mig og alla vinnuna sem ég hef lagt á mig til þess að komast á þann stað.“

Elskar grænan

Aðspurð segir Bergdís uppáhaldslit sinn vera grænan. „Hann er bæði fallegur en táknar líka vöxt og endurnýjun. Í annasama hversdagsleikanum okkar erum við alltaf að vaxa, dafna og læra af hlutum sem við göngum í gegnum. Fyrir mig er það ótrúlega táknrænt.“

Bergdís er glæsileg í uppáhalds litnum sínum, grænum.
Bergdís er glæsileg í uppáhalds litnum sínum, grænum. Ljósmynd/Aðsend

Bergdís segist sækja mikinn innblástur úr umhverfinu í kringum sig. „Fólk út á götu, karakterar í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum eins og Instagram, Pintrest og Tiktok veita mér mikinn innblástur.“ Henni þykir sérlega gaman að fylgjast með samnemendum sínum í listaháskólanum, „þar er fólk að koma alls staðar að úr heiminum og því áhugavert að sjá hvernig mismunandi menningar para saman mismunandi flíkur.“

Sjálfsöryggi flottasta flíkin

„Að sjá sjálfsörugga einstaklinga klæðast flíkum með öryggi, það finnst mér vera best klæddu einstaklingarnir. Að líða vel og vera öruggur í eigin skinni segir margt um stíl viðkomandi. Ef ég þyrfti að velja eina konu sem væri að mínu mati best klædda kona heims í dag þá væri það Lara, eða @lara_bsmnn á Instagram. Hún er ungur tísku unnandi frá Þýskalandi og er mikið að vinna með stóru jakkafötin, „baggy“ buxurnar og finnur mikið af flíkunum sínum í „second hand“ búðum. Hún er góð í að blanda minimalískum náttúrulegum litum saman við sterka og skæra liti, sem mér finnst tryllt töff.“

Bergdís elskar að blanda saman minimalískum náttúrulegum litum við sterka …
Bergdís elskar að blanda saman minimalískum náttúrulegum litum við sterka og skæra liti. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is