Óróinn ekki nærri jafn mikill og fyrr í vikunni

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 19. ágúst 2022

Óróinn ekki nærri jafn mikill og fyrr í vikunni

Gosóróinn hefur hægt og bítandi verið að detta niður í dag, að sögn Sigríðar Magneu Óskarsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Óróinn ekki nærri jafn mikill og fyrr í vikunni

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 19. ágúst 2022

„Ég sé á óróanum að það hefur dregið svolítið úr …
„Ég sé á óróanum að það hefur dregið svolítið úr gosinu en það mallar þó ennþá.“ mbl.is

Gosóróinn hefur hægt og bítandi verið að detta niður í dag, að sögn Sigríðar Magneu Óskarsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Gosóróinn hefur hægt og bítandi verið að detta niður í dag, að sögn Sigríðar Magneu Óskarsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

„Ég sé á óróanum að það hefur dregið svolítið úr gosinu en það mallar þó ennþá. Óróinn er ekki að falla eða neitt svoleiðis, en hann er ekki nærri jafn mikill og hann var fyrir til dæmis tveimur dögum,“ segir Sigríður í samtali við mbl.is.

Ekki eins mikil púlsavirkni og í fyrra

„Maður sér á vefmyndavélunum að það kemur ennþá smá kvika upp úr gígnum, hann er náttúrlega búinn að byggjast ansi vel upp. Ef það væri meiri púlsavirkni, eins og var í fyrra, þá kæmi meiri kraftur í kvikustrókana.“

Segir hún að hægt og rólega hafi dregið úr krafti gossins í vikunni.

„Þetta getur alltaf tekið sig upp aftur eða lognast út af, við verðum bara að bíða og sjá hvað tíminn leiðir í ljós. Það er kraftlítið en það er allavega eitthvað í því, þetta er ekki búið.“

mbl.is