„Ég er til í þetta, gulrót og vönd“

Húsnæðismarkaðurinn | 3. október 2022

„Ég er til í þetta, gulrót og vönd“

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra boðaði í dag frumvarp á núverandi þingi sem myndi færa sveitarfélögum heimild til þess að setja tímamörk fyrir verktaka og lóðaeigendur til að hefja framkvæmdir eftir að lóðum hefur verið úthlutað eða skipulag samþykkt fyrir ákveðin svæði. Með þessu er ætlunin að sveitarfélög hafi aukna stjórn á því sem eigi að gera varðandi uppbyggingu.

„Ég er til í þetta, gulrót og vönd“

Húsnæðismarkaðurinn | 3. október 2022

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og formaður borgarráðs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra boðaði í dag frumvarp á núverandi þingi sem myndi færa sveitarfélögum heimild til þess að setja tímamörk fyrir verktaka og lóðaeigendur til að hefja framkvæmdir eftir að lóðum hefur verið úthlutað eða skipulag samþykkt fyrir ákveðin svæði. Með þessu er ætlunin að sveitarfélög hafi aukna stjórn á því sem eigi að gera varðandi uppbyggingu.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra boðaði í dag frumvarp á núverandi þingi sem myndi færa sveitarfélögum heimild til þess að setja tímamörk fyrir verktaka og lóðaeigendur til að hefja framkvæmdir eftir að lóðum hefur verið úthlutað eða skipulag samþykkt fyrir ákveðin svæði. Með þessu er ætlunin að sveitarfélög hafi aukna stjórn á því sem eigi að gera varðandi uppbyggingu.

Þetta var meðal þess sem kom fram á ráðstefnu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtaka iðnaðarins um húsnæðismarkaðinn, en Ein­ar Þor­steins­son, formaður borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur, og Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, tóku undir þessar hugmyndir Sigurðar Inga.

Bjartsýnni en tölur HMS og SÍ gefa til kynna

Einar hafði áður verið spurður út í uppbyggingu í Reykjavík, en þar hefur fjöldi íbúða í byggingu dregist aðeins saman á síðustu mánuðum. Sagði Einar reyndar ágætt útlit á þessu ári og því næsta hjá borginni og virtist bjartsýnni en nýjustu tölur HMS og SÍ gefa til kynna varðandi íbúðir sem klárast á þessu ári.

Þegar hafa klárast um 530 íbúðir í Reykjavík á þessu ári að hans sögn og standa vonir til þess að 750 íbúðir klárist til viðbótar fyrir áramót. Sagði Einar þetta vera tæplega 1.300 íbúðir sem væri nokkuð umfram það sem áður hefði verið horft til varðandi um 1.000 íbúðir á ári í höfuðborginni, auk þess sem þetta þýddi að kláraðar væru 50-60 fleiri íbúðir en í fyrra.

Framhaldið í höndum einkaaðila

Framhaldið að sögn Einars væri hins vegar í höndum einkaaðila sem halda á lóðum  Þannig sagði hann að 2.500 áformaðar íbúðir væru á reitum þar sem einkaaðilar halda utan um uppbyggingarhraðann. Vísaði hann meðal annars til þess að við hlið Grand hótels, þar sem ráðstefnan fór fram, væri lóð með áformuðum 100 íbúðum og að þar hefði allt legið óhreyft síðustu fjögur ár. „Einkaaðilar þurfa að fara í gang,“ sagði hann og bætti við að um borgina væri að finna fjölda reita fyrir uppbyggingu sem lítil hreyfing væri á.

Sagði Einar að sveitarfélögin hefðu hvorki svipu til að slá á hæla einkaaðilanna né gulrót til að leiða þá áfram. Sagðist hann átta sig á að nú væru ytri aðstæður ekki sem hagkvæmastar, m.a. hærri aðfangakostnaður og að hann óttaðist að menn myndu halda að sér höndum.

Til bóta að hafa einhverskonar verkfæri

Sigurður Ingi brást við þessu með því að segja að á komandi vetri væri væntanlegt frumvarp sem myndi heimila sveitarfélögum að setja einhver tímamörk varðandi uppbyggingu á úthlutuðum reitum. Sagði hann af og frá að það myndu safnast upp uppbyggingarreitir fyrir 10 þúsund íbúðir en að sveitarfélögin gætu ekki ráðið yfir framkvæmdum á neinum þeirra. „Það er það sem er búið að vera að gerast.“

Bæði Einar og Ásdís tóku þessum fréttum fagnandi á fundinum. Sagði Ásdís jákvætt og til bóta að hafa einhverskonar verkfæri til að hraða uppbyggingunni þannig að fjárfestar sitji ekki á lóðum. „Ég er til í þetta, gulrót og vönd,“ sagði Einar, en spurði á móti Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SÍ og fundarstjóra á fundinum, hvort að byggingariðnaðurinn væri undir það búinn að fara í þá uppbyggingu sem stefnt er að á komandi árum. Svaraði Sigurður því til að fáar ef nokkrar atvinnugreinar hafi í gegnum tíðina getað aðlagað sig að breyttum aðstæðum og byggingariðnaðurinn. Sagði hann það svara spurningu Einars vel.

mbl.is