Skotflaugarnar í Japanshaf kjarnavopnaæfingar

Norður-Kórea | 9. október 2022

Skotflaugarnar í Japanshaf kjarnavopnaæfingar

Ríkismiðill Norður-Kóreu greindi frá því í dag að þær átta skotflaugar sem norðurkóreski herinn skaut í Japanshaf síðustu vikur hafi verið hluti af kjarnavopnaæfingu.

Skotflaugarnar í Japanshaf kjarnavopnaæfingar

Norður-Kórea | 9. október 2022

Íbúar í höfuðborg Suður-Kóreu, Seúl, fylgjast með fréttaflutningi af eldflaugunum.
Íbúar í höfuðborg Suður-Kóreu, Seúl, fylgjast með fréttaflutningi af eldflaugunum. AFP

Ríkismiðill Norður-Kóreu greindi frá því í dag að þær átta skotflaugar sem norðurkóreski herinn skaut í Japanshaf síðustu vikur hafi verið hluti af kjarnavopnaæfingu.

Ríkismiðill Norður-Kóreu greindi frá því í dag að þær átta skotflaugar sem norðurkóreski herinn skaut í Japanshaf síðustu vikur hafi verið hluti af kjarnavopnaæfingu.

Á flokksráðstefnu í janúar 2021 lagði Kim Jong-Un, æðsti leiðtogi Norður-Kóreu, fram fimm ára áætlun sem fól í sér aukna notkun minni og fjölhæfari kjarnavopna.

Lögmætt svar við návist Bandaríkjahers

Utanríkisráðherra Norður-Kóreu greindi frá því opinberlega að skotin í Japanshaf hefðu verið andsvar við sameiginlegum heræfingum Japans, Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Hann hélt því einnig fram að þetta væri lögmætt viðbragð við hernaðarbrölti við Kóreuskaga.

„Norður-kóreskar herdeildir framkvæmdu æfingar með kjarnavopn frá 25. september og til 9. október til að ganga úr skugga um fælingarmátt og gagnsóknarfærni hersins. Þetta er vægðarlaus viðvörun til óvina okkar,“ segir í tilkynningu ríkismiðilsins KCNA.

Þar kemur einnig fram að allar æfingarnar hafi farið fram undir vökulu auga Kim Jong Un.

mbl.is