„Kokkur Pútíns“ viðurkennir afskipti af kosningum

Rússland | 7. nóvember 2022

„Kokkur Pútíns“ viðurkennir afskipti af kosningum

Rússneski kaupsýslumaðurinn Jev­gení Prígosjín, sem oft hefur verið kallaður „kokkur Pútíns“ segir að Rússar hafi haft áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Þetta viðurkenndi hann í dag, en Prígosjín er í nánu sambandi við Vladimir Pútín, forseta Rússlands.

„Kokkur Pútíns“ viðurkennir afskipti af kosningum

Rússland | 7. nóvember 2022

Ekki eru til margar myndir af Jevgení Prígosjín. Hér sést …
Ekki eru til margar myndir af Jevgení Prígosjín. Hér sést hann (t.h.) sýna Vladimír Pútín, forseta Rússlands, verksmiðju, sem framleiðir skólamat rétt fyrir utan Pétursborg. Myndin var tekin 20. september 2010. AFP/Alexey Druzhinin

Rússneski kaupsýslumaðurinn Jev­gení Prígosjín, sem oft hefur verið kallaður „kokkur Pútíns“ segir að Rússar hafi haft áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Þetta viðurkenndi hann í dag, en Prígosjín er í nánu sambandi við Vladimir Pútín, forseta Rússlands.

Rússneski kaupsýslumaðurinn Jev­gení Prígosjín, sem oft hefur verið kallaður „kokkur Pútíns“ segir að Rússar hafi haft áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Þetta viðurkenndi hann í dag, en Prígosjín er í nánu sambandi við Vladimir Pútín, forseta Rússlands.

Í yfirlýsingu frá Prígosjín er haft eftir honum að Rússar hafi haft áhrif, hafi enn áhrif og muni áfram hafa áhrif á kosningar erlendis, en þar svaraði hann fyrirspurn Bloomberg-fréttaveitunnar um umfjöllun hennar um að Rússar hefðu áhrif á þingkosningarnar (e. midterm elections) sem fram fara á morgun.

Prígosjín hefur viðurkennt að standa á bak við Wagner-sveitirnar sem m.a. berjast í Úkraínu og þá hefur hann verið orðaður við fyr­ir­tækið Net­r­ann­sókn­ar­stofn­un­ina (In­ter­net Rese­arch Agency), sem banda­ríska dóms­málaráðuneytið kærði árið 2018 fyr­ir af­skipti af kosn­ing­un­um 2016 með því að standa fyr­ir stór­felld­um drauga­gangi á net­inu í gegnum tröllabú (e. Troll farm) sitt, sem er hluti af Netrannsóknarstofnuninni.

Prígosjín fædd­ist í Leníngrad, nú Pét­urs­borg, árið 1961. Tví­tug­ur var hann dæmd­ur í 13 ára fang­elsi fyr­ir rán, lík­ams­árás og fjár­svik, en var lát­inn laus níu árum síðar, um það leyti sem Sov­ét­rík­in liðu und­ir lok.

Skömmu eft­ir að hann fékk frelsið á ný fór hann að reka pulsu­vagn í Pét­urs­borg. Í kjöl­farið opnaði hann kjör­búð og því næst lúxusveit­ingastaði í Pét­urs­borg í sam­starfi við aðra. Á sama tíma kleif Pútín met­orðastig­ann í Pét­urs­borg og hélt hann iðulega upp á af­mælið sitt á veit­inga­stöðum Prígosjíns. Eftirleiðis hefur Prígosjín verið kallaður kokk­ur Pútíns.

Jev­gení Prígosjín viðurkenndi nýlega að vera á bakvið Wagner-sveitirnar sem …
Jev­gení Prígosjín viðurkenndi nýlega að vera á bakvið Wagner-sveitirnar sem m.a. berjast í Úkraínu og þá hefur hann verið orðaður við fyr­ir­tækið Net­r­ann­sókn­ar­stofn­un­ina (In­ter­net Rese­arch Agency), sem einnig gengur undir nafninu tröllabú (e. troll farm). AFP/Olga Maltseva

Um leið og hann hóf veit­ing­a­rekst­ur árið 1996 stofnaði hann veit­ingaþjón­ust­una Concord og varð sér úti um væna samn­inga við ríkið um veit­ingaþjón­ustu fyr­ir skóla og her­inn. Einnig sá Concord um veitingaþjón­ustu í veisl­um á veg­um rík­is­ins, þar á meðal við inn­setn­ingu Dmítrís Med­vedevs og Pútíns í stól for­seta. Concord mun hafa fengið samn­inga að and­virði 3,1 millj­arðs banda­ríkja­dala á fimm ára tíma­bili.

Í fyrrnefndri kæru bandaríska dómsmálaráðuneytisins er Prígosjín nefndur á nafn ásamt 12 öðrum og fyrirtækinu Concord.

Ítarlega var fjallað um Prígosjín og feril hans í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í lok október.

mbl.is