Reyndu að líma sig við Ópið

Umhverfisvitund | 11. nóvember 2022

Reyndu að líma sig við Ópið

Öryggisverðir á norska þjóðarlistasafninu í Ósló komu í dag í veg fyrir að umhverfisaðgerðarsinnar límdu sig við heimsfræga málverkið Ópið sem listamaðurinn Edvard Munch málaði. 

Reyndu að líma sig við Ópið

Umhverfisvitund | 11. nóvember 2022

Málverkið varð ekki fyrir neinum skemmdum.
Málverkið varð ekki fyrir neinum skemmdum. AFP/Heiko Junge

Öryggisverðir á norska þjóðarlistasafninu í Ósló komu í dag í veg fyrir að umhverfisaðgerðarsinnar límdu sig við heimsfræga málverkið Ópið sem listamaðurinn Edvard Munch málaði. 

Öryggisverðir á norska þjóðarlistasafninu í Ósló komu í dag í veg fyrir að umhverfisaðgerðarsinnar límdu sig við heimsfræga málverkið Ópið sem listamaðurinn Edvard Munch málaði. 

Samkvæmt upplýsingum frá norsku lögreglunni eru þrír í haldi öryggisvarða, þar af tveir sem gerðu atlögu að málverkinu án árangurs. 

Á glerkassanum sem verndar málverkið fyrir skemmdarverkum má sjá leifar af lími en ekkert tjón virðist hafa orðið á listaverkinu sjálfu sem er næstum 130 ára gamalt.

Noregur er stærsti útflytjandi olíu í vesturhluta Evrópu og eru aðgerðasinnarnir sagðir hafa ætlað að mótmæla norska olíuiðnaðinum með aðgerðinni í Ósló.

mbl.is