Sagði dótturinni frá kvöldinu sem hún var getin

Kardashian | 24. nóvember 2022

Sagði dótturinni frá kvöldinu sem hún var getin

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er þekkt fyrir að vera óhrædd við að tala opinskátt um líf sitt, en mörgum þótti hún þó deila aðeins of miklu með dóttur sinni, North West, í lokaþætti The Kardashians þegar hún sagði henni frá kvöldinu sem hún var getin. 

Sagði dótturinni frá kvöldinu sem hún var getin

Kardashian | 24. nóvember 2022

Kim Kardashian og elsta dóttir hennar, North West.
Kim Kardashian og elsta dóttir hennar, North West. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er þekkt fyrir að vera óhrædd við að tala opinskátt um líf sitt, en mörgum þótti hún þó deila aðeins of miklu með dóttur sinni, North West, í lokaþætti The Kardashians þegar hún sagði henni frá kvöldinu sem hún var getin. 

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er þekkt fyrir að vera óhrædd við að tala opinskátt um líf sitt, en mörgum þótti hún þó deila aðeins of miklu með dóttur sinni, North West, í lokaþætti The Kardashians þegar hún sagði henni frá kvöldinu sem hún var getin. 

North, sem er níu ára gömul, er fyrsta barn Kim og Kanye West. Mæðgurnar fóru í ferð á Balmain skrifstofuna í París, en þar hittu þær skapandi stjóra vörumerkisins, Oliver Rousteing. „Oliver gæti hafa haft eitthvað með það að gera að þú sért á þessari plánetu,“ sagði Kim við dóttur sína. 

Kim ásamt börnunum sínum fjórum.
Kim ásamt börnunum sínum fjórum. Skjáskot/Instagram

„Ég klæddist kjólnum og ég varð ólétt“

„North, ég hef þekkt Oliver síðan áður en þú fæddist,“ hélt Kim áfram og útskýrði fyrir dóttur sinni að Oliver hefði gefið faðir hennar, Kanye, bláan kjól sem hann vildi að Kim klæddist á viðburði í október árið 2012. „Ég klæddist kjólnum og ég varð ólétt, þú fórst varðst til í maganum á mér kvöldið sem ég klæddist kjólnum,“ bætti hún við. 

Kjóllinn sem um ræðir er blár á litinn, en Kim klæddist honum á englaballinu í New York-borg um það bil átta mánuðum áður en dóttir þeirra fæddist. North virtist undrandi á frásögn móður sinnar, en hlustaði þó af athygli á meðan hún borðaði franskar kartöflur. 

mbl.is