TikTok-mataræði sem næringarfræðingur segir út úr kortinu

Heilsurækt | 13. apríl 2023

TikTok-mataræði sem næringarfræðingur segir út úr kortinu

Það er enginn skortur á einkennilegum mataræðishugmyndum á samfélagsmiðlinum TikTok. Sama hvað þá virðist allt sem telst heldur óhefðbundið grípa athygli netverja og eru margir ólmir í að prófa það sem TikTok-stjörnurnar segjast virka fyrir sig. 

TikTok-mataræði sem næringarfræðingur segir út úr kortinu

Heilsurækt | 13. apríl 2023

Ungbarnamatur og sítrónukaffi eru á meðal þess sem TikTok-áhrifavaldarnir eru …
Ungbarnamatur og sítrónukaffi eru á meðal þess sem TikTok-áhrifavaldarnir eru að hvetja fólk til þess að borða fyrir þyngdartap. Næringarfræðingurinn, Lisa Young er ekki alveg á sama máli. Samsett mynd

Það er enginn skortur á einkennilegum mataræðishugmyndum á samfélagsmiðlinum TikTok. Sama hvað þá virðist allt sem telst heldur óhefðbundið grípa athygli netverja og eru margir ólmir í að prófa það sem TikTok-stjörnurnar segjast virka fyrir sig. 

Það er enginn skortur á einkennilegum mataræðishugmyndum á samfélagsmiðlinum TikTok. Sama hvað þá virðist allt sem telst heldur óhefðbundið grípa athygli netverja og eru margir ólmir í að prófa það sem TikTok-stjörnurnar segjast virka fyrir sig. 

Lisa Young, næringarfræðingur og höfundur bókarinnar, Finally Full, Finally Slim, kíkti á nokkur vinsæl TikTok-myndbönd þar sem fólk sýnir og segir frá mat og mataræði sem virkaði fyrir sig í leit þeirra að heilbrigðara líferni. „Þetta er út úr kortinu,“ sagði Young. Hún varaði við því að fylgja matarráðum sem eru reglulega kynnt á TikTok þar sem mörg þeirra eru eingöngu gerð fyrir áhorf og geta leitt til átröskunar og jafnvel hægt á efnaskiptum. „Líkami okkar refsar okkur þegar við reynum hvert einasta mataræði sem við sjáum,“ sagði hún. 

Hér eru nokkur af vinsælustu TikTok–mataræðunum og pælingar Young um hvert. 

Ungbarnamatur

Á TikTok hafa yfir 17 milljónir manna horft á myndbönd er tengjast því að borða ungbarnamat til þess að léttast. Í mörgum myndbandanna er fólki ráðlagt að sleppa hefðbundnum máltíðum í þágu þess að neyta heldur nokkurra krukka af ungbarnamat í staðinn yfir daginn. „Þú léttist ef allt sem þú borðar er ungbarnamatur en það er ekki marktækt,“ sagði Young. „Það er heldur ekki gott fyrir geðheilsuna.“

Hermannamataræðið

Myllumerkið #MilitaryDiet hefur verið skoðað af yfir 30 milljón manns á samfélagsmiðlinum og lofar mataræðið hröðu þyngdartapi, allt að fimm kílóum á viku. Mataræðið felur í sér að takmarka hitaeiningar í kringum 800-900 í þrjá daga og borða síðan venjulega í næstu fjóra á eftir. 

„Þetta er hannað til að hjálpa þér að léttast mikið, þú veist, á stuttum tíma. Það gæti þó í raun leitt til þess að þú þyngist meira en þú misstir í upphafi.“

Young sagði einnig að þó að fólki léttist þá væri það aðallega vatnsþyngd. Hún telur þetta vera mjög óholla nálgun. 

@ghallfitness How to lose 5kg in just 3 days. This is called the Military Diet. Which claims that the best way to lose weight quickly is by sticking to these basic meals. As a weightloss coach I had to review this. Hope this helps 🙏 #weightloss #weightlosstips #militarydietchallenge #fyp #trending ♬ UNDERWATER WONDERSCAPES (MASTER) - Frederic Bernard

Sítrónukaffi

TikTok-netverjum finnst ansi töff og heilsusamlegt að kreista hálfa sítrónu út í morgunkaffið. Notendur sverja að það hjálpar til við að brenna fitu og dregur einnig úr uppþembu. Sérfræðingar eru þó á öðru máli og segja að það sé ekki allt satt sem áhrifavaldar lofa. „Ef þú ert að drekka kaffi með sítrónu í, í stað frappuccino eða latte muntu léttast,“ sagði Young. „En þú munt líka léttast ef þú ert með gríska jógúrt með bláberjum.“

„Það eru engir töfrar í kaffi eða sítrónu sem munu leiða til þyngdartaps af sjálfu sér.“

Fleira sem fólk kynnti sér á samfélagsmiðlinum var til dæmis mataræði er snýst um að borða hvítkálssúpur í öll mál og drekka Chlorophyll–vatn en það inniheldur blaðgrænu sem TikTok–áhrifavaldar segja að hjálpi til við þyngdartap, lækni húðvandamál og komi í veg fyrir krabbamein. 

mbl.is