10 þúsund skref á dag – staðreynd eða mýta?

Heilsurækt | 20. apríl 2023

10 þúsund skref á dag – staðreynd eða mýta?

Það að ganga hefur verulega jákvæð áhrif á heilsuna, jafnt andlega sem líkamlega. Á undanförnum árum hefur talan 10 þúsund fests í huga fólks á samfélagsmiðlum og verið tengd við aukna heilsuávinninga. 

10 þúsund skref á dag – staðreynd eða mýta?

Heilsurækt | 20. apríl 2023

Ljósmynd/Pexels/Ketut Subiyanto

Það að ganga hefur verulega jákvæð áhrif á heilsuna, jafnt andlega sem líkamlega. Á undanförnum árum hefur talan 10 þúsund fests í huga fólks á samfélagsmiðlum og verið tengd við aukna heilsuávinninga. 

Það að ganga hefur verulega jákvæð áhrif á heilsuna, jafnt andlega sem líkamlega. Á undanförnum árum hefur talan 10 þúsund fests í huga fólks á samfélagsmiðlum og verið tengd við aukna heilsuávinninga. 

En af hverju skyldi þessi ofur áhersla hafa verið lögð á 10 þúsund skref á dag? Talan kemur frá áratuga gamalli markaðsherferð fyrir japanskan skrefamæli. Það liggja engar efasemdir um að aukin hreyfing bæti heilsuna, en rithöfundurinn Bruce Deiler vill þó meina að það séu aðrir þættir sem gegni mikilvægu hlutverki en nákvæmur skrefafjöldi.

Í samantektarrannsókn sem náði til 50 þúsund þátttakenda kom í ljós að hin vinsæla tala, 10 þúsund, sé ekki eins heilög og við höldum. Það nægi flestum að ganga á milli 6 þúsund til 8 þúsund skref á dag til að upplifa heilsufarslegan ávinning af göngum.

Feiler birti pistil á Psychology Today þar sem hann benti á þrjú atriði sem fólk ætti að huga að í stað þess að setja ofuráherslu á að ná 10 þúsund skrefum á dag. 

1. Hvar þú gengur

Umhverfið hefur óneitanlega mikil áhrif á okkur og því skiptir miklu máli hvar þú gengur. Að ganga í náttúrunni hefur meiri áhrif en að ganga á götum borgarinnar. 

Nýverið birtist rannsókn sem staðfesti að hreyfing eykur vitræna virkni. Þar kom hins vegar líka fram að umhverfið sem hreyfingin er framkvæmd í gæti verið alveg jafn mikilvæg og æfingin sjálf.

Ljósmynd/Pexels/Janiere Fernandez

2. Hversu hratt þú gengur

Travis Gibbons gerði rannsókn árið 2022, en niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ákefð skipti máli. Í rannsókninni skoðaði Gibbson hjólreiðar og komst að því að meiri ákefð hefði meiri ávinning. Niðurstöðurnar má yfirfæra á aðrar tegundir af hreyfingu, eins og göngur.

„Æfing er góð fyrir heilann og það að æfa lengur, eða réttara sagt af meiri ákefð, getur hámarkað ávinninginn,“ sagði hann í samtali við Washington Post.

3. Skrefafjöldi skiptir máli – en ekki jafn miklu máli og þú heldur

Rannsóknir benda til þess að það sé gott að auka hreyfingu, sérstaklega fyrir þá sem hreyfa sig lítið. Það að taka fleiri skref á dag bætir án efa heilsuna, en ávinningurinn fæst ekki einungis við 10 þúsund skref. 

Talað er um að fyrir eldri fullorðna sé gott að miða við 6 þúsund til 8 þúsund skref á dag, og fyrir yngri fullorðna sé 8 þúsund til 10 þúsund skref á dag gott markmið.

Að lokum vitnar Feiler í rannsókn eftir Martin Mau sem gerð var við háskóla í Danmörku. Hann rannsakaði lengri gönguferðir og áhrif þeirra, en niðurstöður leiddu í ljós að lengri gönguferðir hefðu verulega jákvæð áhrif á andlegan þroska. 

Í niðurstöðum greindi Mau frá því að þegar áfangastaðurinn væri langt í burtu, eins og í lengri gönguferðum, væri fólk ekki jafn upptekið af því að komast á leiðarenda. Þess í stað gæti það notið göngunnar og einbeitt sér að umhverfinu í kring, leyft huganum að reika og opnað fyrir sköpunargleðina.

mbl.is