„Klukkutíma fyrir athöfn var ákveðið að fara yfir í plan B“

Brúðkaup | 23. apríl 2023

„Klukkutíma fyrir athöfn var ákveðið að fara yfir í plan B“

Svanhildur Hafliðadóttir og Haukur Benediktsson giftu sig í Gröf á Höfðaströnd í júlí í fyrra. Hjónin sem búa í Noregi voru ákveðin í að gifta sig í Skagafirðinum þar sem Svanhildur á ættir að rekja þangað. 

„Klukkutíma fyrir athöfn var ákveðið að fara yfir í plan B“

Brúðkaup | 23. apríl 2023

Svanhildur Hafliðadóttir og Haukur Benediktsson giftu sig í sveitinni.
Svanhildur Hafliðadóttir og Haukur Benediktsson giftu sig í sveitinni. Ljósmynd/Sigga Ella

Svanhildur Hafliðadóttir og Haukur Benediktsson giftu sig í Gröf á Höfðaströnd í júlí í fyrra. Hjónin sem búa í Noregi voru ákveðin í að gifta sig í Skagafirðinum þar sem Svanhildur á ættir að rekja þangað. 

Svanhildur Hafliðadóttir og Haukur Benediktsson giftu sig í Gröf á Höfðaströnd í júlí í fyrra. Hjónin sem búa í Noregi voru ákveðin í að gifta sig í Skagafirðinum þar sem Svanhildur á ættir að rekja þangað. 

„Við kynntumst í matarboði hjá vinkonu minni og bróður Hauks. Ég var þá nýlega flutt til Noregs og var í stuttri heimsókn á Íslandi. Mig grunar þau um að hafa planað þetta fyrirfram. Við tók dagleg skype-samtöl og nokkrar flugferðir milli Óslóar og Reykjavíkur áður en Haukur ákvað að flytja til Noregs hálfu ári síðar. Haukur bað mín yfir sunnudagsmorgunmatnum upp á dag tveimur árum eftir að við hittumst fyrst,“ segir Svanhildur um hvernig þau Haukur kynntust.

Hvernig var undirbúningurinn?

„Við reyndum að stressa okkur ekki of mikið á undirbúningnum. Við ákváðum dagsetninguna ári áður þegar við vorum í sumarfríi á Íslandi, eftir að vera búin að bóka salinn. Við vorum ákveðin í að gifta okkur á ættarsetri fjölskyldu Svanhildar í Skagafirðinum. Það var svolítið krefjandi að plana sveitabrúðkaup búandi í útlöndum en með hjálp fjölskyldu og heimamanna hafðist þetta allt. Við upplifðum að allir voru tilbúnir að aðstoða okkur og að hlutunum „væri bara reddað“ ef eitthvað vandamál kom upp. Mesti hausverkurinn var að redda gistingu fyrir alla gestina en það er takmarkað framboð af gistingu á Hofsósi, og margir gestir að koma erlendis frá. Veislan var svo haldin í félagsheimilinu á Hofsósi og vinir okkar og fjölskylda gerðu salinn brúðkaupsfínan. Vinkonur mínar tvær sáu um hár og förðun og ég kannaðist við ljósmyndarann Siggu Ellu þannig að þetta var allt mjög afslappað og heimilislegt,“ segja hjónin.

Athöfnin fór fram inni en var ekki síðri.
Athöfnin fór fram inni en var ekki síðri. Ljósmynd/Sigga Ella

Kokkurinn skipti máli

Svanhildur og Haukur ætluðu upphaflega að gifta sig úti á túni fyrir framan Grafarkirkju en rigning og fimm gráðu hiti kom í veg fyrir það. „Klukkutíma fyrir athöfn var ákveðið að fara yfir í plan B og athöfnin var færð inn í hlöðu rétt hjá. Fjölskyldan var búin að skreyta hana mjög fallega. Presturinn var með stutta og fallega athöfn okkur að skapi. Strákarnir okkar voru hringaberar og svo söng bróðir minn og vinkona mín sitt hvort lagið. Þetta var alveg dásamleg stund.“

Hjónin voru hæstánægð með veisluna en þau lögðu mikið upp úr því að hafa góðan mat í veislunni. Þau réðu kokkinn snemma í ferlinu. „Maturinn var frábær en snillingurinn Fanney Dóra á Hnoss sá um hann. Þetta var hlaðborð af allskonar íslenskum og framandi réttum. Við vorum ekki með brúðkaupstertu en við vorum með eftirrétt sem var einföld frönsk súkkulaðikaka. Veislustjórarnir voru tveir, einn frá hverri fjölskyldu og það tókst mjög vel. Ræðurnar voru margar fallegar og skemmtilegar, og flestar innan tímarammans sem við vorum búin að setja en við vildum stuttar ræður. Frænka mín og vinkona mín sáu um tónlistarflutninginn undir borðhaldinu. Við fengum Dj til að sjá um tónlistina og við sjáum ekki eftir því. Okkur langaði í gott partí og ég held okkur hafi tekist það nokkuð vel. Gestirnir dönsuðu allavega fram á nótt.“

Athöfnin var persónuleg og notaleg.
Athöfnin var persónuleg og notaleg. Ljósmynd/Sigga Ella

Allir til í að hjálpa

Hvað stendur eitthvað upp úr eftir stóra daginn?

„Það sem stendur upp úr eftir daginn er dásamlegur dagur með okkar nánustu. Margir gestanna komu erlendis frá og margir höfðu lagt mikið á sig til að koma og fagna með okkur.“

Ertu með einhver góð ráð fyrir brúðhjón?

„Eitt besta ráðið sem ég fékk var að fólk vill hjálpa. Það er um að gera að biðja fólkið ykkar um aðstoð og úthluta verkefnum. Ég mæli með að fá ljósmyndarann í undirbúninginn líka, mér fannst persónulega mjög skemmtilegt að eiga þær myndir seinna meir. Ég hugsaði mikið um veðurspánna fyrir stóra daginn því þetta átti upphaflega að vera útiathöfn en það var óþarfa áhyggjur, þetta verður fallegt hvort sem er. Það er mikilvægt að hafa plan B á þessu landi ef halda á útibrúðkaup þar sem veðrið er óútreiknanlegt. Svo er mikilvægt að njóta hverrar sekúndu því dagurinn líður svo fljótt,“ segir Svanhildur.

mbl.is