BSRB boðar frekari verkfallsaðgerðir

Kjaraviðræður | 16. maí 2023

BSRB boðar frekari verkfallsaðgerðir

Ekkert samtal er í gangi milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga að sögn Freyju Steingrímsdóttur, samskiptastjóra BSRB, en undirbúningur frekari verkfallsaðgerða hjá BSRB er hafinn.

BSRB boðar frekari verkfallsaðgerðir

Kjaraviðræður | 16. maí 2023

Starfsfólk sveitarfélaganna kveðst vera komið með nóg af óréttlæti og …
Starfsfólk sveitarfélaganna kveðst vera komið með nóg af óréttlæti og vill frekari aðgerðir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekkert samtal er í gangi milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga að sögn Freyju Steingrímsdóttur, samskiptastjóra BSRB, en undirbúningur frekari verkfallsaðgerða hjá BSRB er hafinn.

Ekkert samtal er í gangi milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga að sögn Freyju Steingrímsdóttur, samskiptastjóra BSRB, en undirbúningur frekari verkfallsaðgerða hjá BSRB er hafinn.

Verkfallsaðgerðir BSRB hófust í gær en um er að ræða verkfall um þúsund starfsmanna á leik- og grunnskólum og frístundaheimilum Kópa­vogs, Garðabæj­ar, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness. Á mánudaginn bætast síðan við sex sveitarfélög til viðbótar. 

Undirbúa frekari verkfallsaðgerðir

Í ljósi þess að ekkert þokast í samningaviðræðum eru enn frekari verkfallsaðgerðir í undirbúningi hjá BSRB og hefjast atkvæðagreiðslur í dag um aðgerðir í 29 sveitarfélögum. Fari atkvæðagreiðslur á þann veg mun bæði lengjast í verkföllunum og bætast við fleira starfsfólk og starfstöðvar um landið allt, t.a.m. sundlaugar, áhaldahús og bæjarskrifstofur.

Um og eftir hvítasunnuhelgi hefjast þrátt fyrir það verkfallsaðgerðir í sundlaugum, íþróttamannvirkjum og leikskólum í 10 sveitarfélögum á landsbyggðinni, til viðbótar við þau sem nú eru í verkfalli og þá verða starfsmenn í verkfalli orðnir um 1.600 í 20 sveitarfélögum um allt land.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir starfsfólk sveitarfélaganna komið með nóg af þessu óréttlæti og að það vilji frekari aðgerðir. „Það er sjálfsagt réttlæti að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf og löngu tímabært að hækka lægstu launin svo fólk í ómissandi störfum nái endum saman.“ 

Verkföll fóru vel af stað Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Garðabæ í gær og mikill hugur er í fólki. 

Ríkissáttasemjari tjáir sig ekki um málið

Mbl.is hafði samband við Ríkissáttasemjara við vinnslu fréttarinnar. Þar fengust þau svör að embættið gæti ekki tjáð sig um málið en jafnframt að náið samband væri við samningsaðila, enda væri það hlutverk embættisins þegar uppi er svo alvarleg staða sem þessi.

mbl.is