Litadýrð, fjaðrir og pallíettur við frönsku riveríuna

Fatastíllinn | 17. maí 2023

Litadýrð, fjaðrir og pallíettur við frönsku riveríuna

Á ári hverju býður kvikmyndahátíðin í Cannes upp á glæsilega tískusýningu þegar margar af glæsilegustu stjörnum kvikmyndaheimsins mæta til frönsku riveríunnar og ganga rauða dregilinn í sínu fínasta pússi. 

Litadýrð, fjaðrir og pallíettur við frönsku riveríuna

Fatastíllinn | 17. maí 2023

Það var mikið um litagleði á rauða dreglinum við frönsku …
Það var mikið um litagleði á rauða dreglinum við frönsku rivíeruna í gær, þriðjudag. Samsett mynd

Á ári hverju býður kvikmyndahátíðin í Cannes upp á glæsilega tískusýningu þegar margar af glæsilegustu stjörnum kvikmyndaheimsins mæta til frönsku riveríunnar og ganga rauða dregilinn í sínu fínasta pússi. 

Á ári hverju býður kvikmyndahátíðin í Cannes upp á glæsilega tískusýningu þegar margar af glæsilegustu stjörnum kvikmyndaheimsins mæta til frönsku riveríunnar og ganga rauða dregilinn í sínu fínasta pússi. 

Á opnunarhátíðinni, sem haldin var í gær, tók litadýrðin algjörlega yfir. Svo virðist sem stjörnurnar ætli að skilja naumhyggju og látlausa liti eftir í fortíðinni og fagna sumrinu með sterkari litum og dramatískari fatnaði. 

Rauðir, bláir og gulir tónar voru áberandi meðal stjarnanna sem eru óhræddar við að fara út fyrir þægindarammann. Þá var mikið um fjaðrir, pallíettur og langa kjóla þar sem vantaði ekkert upp á glæsileikann.

Smartland tók saman nokkrar af best klæddu stjörnunum, allt frá ástsælum leikurum og ofurfyrirsætum yfir í áhrifavalda.

Enska leikkonan Fagun Thakrar stal senunni í skærbláum kjól.
Enska leikkonan Fagun Thakrar stal senunni í skærbláum kjól. AFP
Brasilíska fyrirsætan Alessandra Ambrosio í kjól frá Elie Saab Haute …
Brasilíska fyrirsætan Alessandra Ambrosio í kjól frá Elie Saab Haute Couture. AFP
Franska fyrirsætan Cindy Bruna klæddist fatnaði frá Act N°1.
Franska fyrirsætan Cindy Bruna klæddist fatnaði frá Act N°1. AFP
Bandaríska leikkonan Elle Fanning í kjól frá Alexander McQueen.
Bandaríska leikkonan Elle Fanning í kjól frá Alexander McQueen. AFP
Danski leikarinn Mads Mikkelsen ásamt eiginkonu sinni Hanne Jacobsen.
Danski leikarinn Mads Mikkelsen ásamt eiginkonu sinni Hanne Jacobsen. AFP
Breska ofurfyrirsætan Naomi Campbell í kjól frá Celine.
Breska ofurfyrirsætan Naomi Campbell í kjól frá Celine. AFP
Leikararnir Matthias Schweighoefer og Ruby O. Fee voru seiðandi í …
Leikararnir Matthias Schweighoefer og Ruby O. Fee voru seiðandi í svörtu. AFP
Breska leikkonan Helen Mirren í kjól frá Del Core.
Breska leikkonan Helen Mirren í kjól frá Del Core. AFP
Bandaríska leikkonan Uma Thurman í kjól frá Dior Haute Couture …
Bandaríska leikkonan Uma Thurman í kjól frá Dior Haute Couture ásamt Levon Roan Thurman. AFP
Fjaðrirnar voru í aðalhlutverki hjá indverska áhrifavaldinum Farhana Bodi.
Fjaðrirnar voru í aðalhlutverki hjá indverska áhrifavaldinum Farhana Bodi. AFP
Franska leikkonan Elodie Fontan var glæsileg í rauðu.
Franska leikkonan Elodie Fontan var glæsileg í rauðu. AFP
Franska leikkonan Pom Klementieff í kjól frá Atelier Versace.
Franska leikkonan Pom Klementieff í kjól frá Atelier Versace. AFP
Ítalski áhrifavaldurinn Paola Turani var glæsileg á rauða dreglinum.
Ítalski áhrifavaldurinn Paola Turani var glæsileg á rauða dreglinum. AFP
Bandaríska söng- og leikkonan Coco Jones í bleiku.
Bandaríska söng- og leikkonan Coco Jones í bleiku. AFP
mbl.is