Verkföllin haft lítil áhrif

Kjaraviðræður | 31. maí 2023

Verkföllin haft lítil áhrif

„Verkföllin eru að hafa lítil áhrif á okkur núna,“ segir Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðarbæjar, í samtali við mbl.is, spurð út í áhrif verkfallsaðgerða BSRB. 

Verkföllin haft lítil áhrif

Kjaraviðræður | 31. maí 2023

Börn að leik á róluvelli.
Börn að leik á róluvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Verkföllin eru að hafa lítil áhrif á okkur núna,“ segir Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðarbæjar, í samtali við mbl.is, spurð út í áhrif verkfallsaðgerða BSRB. 

„Verkföllin eru að hafa lítil áhrif á okkur núna,“ segir Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðarbæjar, í samtali við mbl.is, spurð út í áhrif verkfallsaðgerða BSRB. 

Hún segir að leikskólastarfsmenn bæjarins séu ekki í verkfalli en mögulega muni verkföll hafa áhrif á sundlaugastarfsemi frá og með 5. júní.

Þá segir Fanney að verkföllin fyrr í mánuðinum hafi haft áhrif á grunnskóla bæjarins. Helstu áskoranir bæjarins þá hafi verið gæsla í frímínútum, hádegishléum og frístundastarfsemi.

Aukinn akstur fyrir fatlaða

Aðspurð hvort verkföllin hafi áhrif á tiltekna hópa umfram aðra segist Fanney gera ráð fyrir að börn með sértækan stuðning finni mest fyrir verkföllunum. Bærinn brást við því með auknum akstri barna með fötlun til og frá skóla þegar skerðing varð á skólastarfi.

mbl.is