Steldu stíl Candy Montgomery

Fatastíllinn | 4. júní 2023

Steldu stíl Candy Montgomery

Love & Death eru sannsögulegir þættir en þeir fjalla um tvær fjölskyldur í Wylie í Texas. Allt gengur sinn vanagang. Pabbarnir eru að meika það með skjalatöskur á meðan mömmurnar bryðja róandi til þess að komast í gegnum tilbreytingarsnauða tilveru.

Steldu stíl Candy Montgomery

Fatastíllinn | 4. júní 2023

Rykfrakki frá Anine Bing og gult naglalakk frá Chanel gæti …
Rykfrakki frá Anine Bing og gult naglalakk frá Chanel gæti komið sér vel ef þú vilt vera eins og Elizabeth Olsen í þáttunum Love & Death. Ljósmynd/Samsett

Love & Death eru sannsögulegir þættir en þeir fjalla um tvær fjölskyldur í Wylie í Texas. Allt gengur sinn vanagang. Pabbarnir eru að meika það með skjalatöskur á meðan mömmurnar bryðja róandi til þess að komast í gegnum tilbreytingarsnauða tilveru.

Love & Death eru sannsögulegir þættir en þeir fjalla um tvær fjölskyldur í Wylie í Texas. Allt gengur sinn vanagang. Pabbarnir eru að meika það með skjalatöskur á meðan mömmurnar bryðja róandi til þess að komast í gegnum tilbreytingarsnauða tilveru.

Elizabet Olsen leikur Candy Montgomery, sem þráir eitthvað stærra og meira en að hanga heima og reykja sígarettur á meðan hún talar við vinkonur sínar í upphengda skífusímann í eldhúsinu. Eftir að hafa farið á námskeið í skapandi skrifum finnur hún að það er eitthvað að lifna við innra með henni. Það leiðir til þess að hún ákveður að koma sér upp elskhuga – sem er eiginmaður vinkonu hennar og bróðir hennar í trúnni. Til að gera langa sögu stutta þá drepur hún eiginkonu Allans Gore, sem leikinn er af Jesse Plemons.

Elizabeth Olsen í hlutverki Candy Montgomery í Love & Death.
Elizabeth Olsen í hlutverki Candy Montgomery í Love & Death.

Þættirnir gerast á árunum 1978-1980 eða á diskótímabilinu. Erlendir fjölmiðlar halda því fram að diskóið sé að koma sterkt inn eftir að sýningar á þáttunum hófust. Þegar tíska dagsins í dag er skoðuð er margt þar að finna sem rímar við diskótímabilið. Útvíðar gallabuxur sem ná upp í mitti eru komnar í móð og skyrtur með púffermum og púffkraga. Víðir kjólar með belti og litlum kraga eru líka áberandi í vortískunni og líka þverröndóttir bolir með ermum sem ná út á axlirnar. Rykfrakkar hafa sjaldan verið vinsælli og heldur ekki pils og þá sérstaklega gallapils með A-sniði. Þú ættir því að geta verið svolítið eins og Montgomery í klæðaburði og verið flottust. Eina sem þú þarft að passa er að verða ekki jafn brjáluð í skapinu og hún. Það gæti endað með ósköpum.

Þessi blússa minnir mjög á diskóið. Hún fæst Hjá Hrafnhildi.
Þessi blússa minnir mjög á diskóið. Hún fæst Hjá Hrafnhildi.
Þessi kápa er frá Anine Bing og fæst í Mathilda …
Þessi kápa er frá Anine Bing og fæst í Mathilda í Kringlunni.
Þessi kjóll fæst Hjá Hrafnhildi.
Þessi kjóll fæst Hjá Hrafnhildi.
Skyrta með púffermum og púffi fyrir ofan brjóstsauminn minnir á …
Skyrta með púffermum og púffi fyrir ofan brjóstsauminn minnir á diskótímabilið. Hún fæst í Mathilda.
Kjóll frá Sand fæst í Mathilda í Kringlunni.
Kjóll frá Sand fæst í Mathilda í Kringlunni.
Blómakjóll með belti í mittið fæst Hjá Hrafnhildi.
Blómakjóll með belti í mittið fæst Hjá Hrafnhildi.
mbl.is