„Við fórum eins langt og við gátum“

Kjaraviðræður | 10. júní 2023

„Við fórum eins langt og við gátum“

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kveðst temmilega sátt með niðurstöðu kjaraviðræðna, en segir deiluna hafa tekið mun lengri tíma en hún hefði nokkurn tíma átt von á. Hún segir næsta lið nú taka við, það er atkvæðagreiðslu félagsfólks BSRB, sem þurfi að samþykkja samninginn.

„Við fórum eins langt og við gátum“

Kjaraviðræður | 10. júní 2023

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kveðst temmilega sátt með niðurstöðu kjaraviðræðna, en segir deiluna hafa tekið mun lengri tíma en hún hefði nokkurn tíma átt von á. Hún segir næsta lið nú taka við, það er atkvæðagreiðslu félagsfólks BSRB, sem þurfi að samþykkja samninginn.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kveðst temmilega sátt með niðurstöðu kjaraviðræðna, en segir deiluna hafa tekið mun lengri tíma en hún hefði nokkurn tíma átt von á. Hún segir næsta lið nú taka við, það er atkvæðagreiðslu félagsfólks BSRB, sem þurfi að samþykkja samninginn.

Nýr kjara­samn­ing­ur var und­ir­ritaður milli BSRB og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga í morgun og öll­um verk­föll­um af­lýst.

Í samtali við mbl.is segir Sonja fundarlotuna hafa verið ansi langa, en fundir í Karphúsinu stóðu yfir frá því í gærmorgun þangað til klukkan 7.15 í morgun, þegar samningar voru undirritaðir, eða í um 21 klukkustund.

Sáttasemjari réð úrslitum

„Þetta var ansi löng lota,“ segir Sonja í samtali við mbl.is.

„Það sem réð í raun útslitum var að sáttasemjari lagði fram innanhússtillögu. Þá fór samtalið í gang af alvöru,“ segir Sonja og bætir við að sáttasemjari hefði gengið mikið á milli samningsaðila. 

„Við fórum eins langt og við gátum,“ segir hún, spurð hvort samningsaðilar BSRB séu sáttir við sáttagreiðsluna sem nemur 105.000 krónum. Greiðslan var innanhústillaga sáttasemjara, en undir lokin snerist deilan aðeins um eitt atriði, það er eingreiðslu að fjárhæð 128.000 krónur, sem BSRB fór fram á.

„Við höfum sagt frá upphafi að skoða allar mögulegar leiðir til að finna sátt og í ljósi þess hvernig gekk í viðræðum töldum við ekki að við myndum ná lengra.“

mbl.is