Hlýlegur hönnunarbústaður sem gleður augað

Holland | 23. júní 2023

Hlýlegur hönnunarbústaður sem gleður augað

Í Utrecht-héraði í Hollandi er að finna hlýlegan og glæsilegan hönnunarbústað sem hefur verið innréttaður á afar fallegan máta. 

Hlýlegur hönnunarbústaður sem gleður augað

Holland | 23. júní 2023

Bústaðurinn hefur verið innréttaður á einstaklega fallegan máta.
Bústaðurinn hefur verið innréttaður á einstaklega fallegan máta. Samsett mynd

Í Utrecht-héraði í Hollandi er að finna hlýlegan og glæsilegan hönnunarbústað sem hefur verið innréttaður á afar fallegan máta. 

Í Utrecht-héraði í Hollandi er að finna hlýlegan og glæsilegan hönnunarbústað sem hefur verið innréttaður á afar fallegan máta. 

Bústaðinn hannaði hollenski listamaðurinn Willem G. Van der Hulst, en hann er þekktur sem málari og myndhöggvari. Hann byggði húsið árið 1964 fyrir sjálfan sig til búsetu og sem vinnustofu, en hann vildi sækja innblástur til róandi landslagsins sem umvefur eignina. 

Hlýlegt yfirbragð einkennir bústaðinn sem er með stórum gluggum og aukinni lofthæð. Van der Hulst dró náttúruna inn til sín með því að nota náttúrulega áferð, efnivið og litapallettu sem skapar afar notalega stemningu. 

Ljósi viðurinn fangar augað

Formfögur húsgögn eru í aðalhlutverki í bústaðnum og gefa hverju rými einstakan karaker, en valið hefur greinilega verið vandað þegar eignin var innréttuð og hvert smáatriði útpælt. 

Ljós viður er í forgrunni í bústaðnum, en hann er bæði á gólfi og í lofti auk þess að vera áberandi í innréttingum sem og húsmunum. Á veggjunum er ýmist timbur, hvít málning, kalkmálning eða steypa sem falla vel að hlýlegri litapallettunni sem setur tóninn fyrir rýmin. 

Bústaðurinn er til útleigu á bókunarvef Airbnb, en þar kostar nóttin 1.061 bandaríkjadollara, eða sem nemur rúmum 145 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. 

Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
mbl.is