Snyrtivörur ársins 2023

Snyrtibuddan | 29. desember 2023

Snyrtivörur ársins 2023

Það eru engar ýkjur að 2023 var ár snyrtivaranna. Á köflum gekk það reyndar út í öfgar þar sem 11 ára börn voru komin með húðrútínu. Öllu má ofgera en eitt er víst að þessar snyrtivörur tróna á toppnum yfir snyrtivörur ársins fyrir þá sem eru 18 ára og eldri. Góð húðumhirða og förðun standa alltaf fyrir sínu en börn þurfa að fá að vera börn í friði – í friði án húðrútínu.

Snyrtivörur ársins 2023

Snyrtibuddan | 29. desember 2023

Það eru engar ýkjur að 2023 var ár snyrtivaranna. Á köflum gekk það reyndar út í öfgar þar sem 11 ára börn voru komin með húðrútínu. Öllu má ofgera en eitt er víst að þessar snyrtivörur tróna á toppnum yfir snyrtivörur ársins fyrir þá sem eru 18 ára og eldri. Góð húðumhirða og förðun standa alltaf fyrir sínu en börn þurfa að fá að vera börn í friði – í friði án húðrútínu.

Það eru engar ýkjur að 2023 var ár snyrtivaranna. Á köflum gekk það reyndar út í öfgar þar sem 11 ára börn voru komin með húðrútínu. Öllu má ofgera en eitt er víst að þessar snyrtivörur tróna á toppnum yfir snyrtivörur ársins fyrir þá sem eru 18 ára og eldri. Góð húðumhirða og förðun standa alltaf fyrir sínu en börn þurfa að fá að vera börn í friði – í friði án húðrútínu.

Förðun

Farði ársins!

Shiseido Revitalessence Skin Glow farðinn er farði ársins því hann býr yfir svo guðdómlegri áferð. Hann þekur vel en á sama tíma gefur hann húðinni þennan fallega ljóma sem er svo eftirsóknarverður. 

Shiseido Revitalessence Skin Glow.
Shiseido Revitalessence Skin Glow.

BB krem ársins!

​Eborian BB Créme er BB krem ársins en það gefur húðinni góða þekju og nærir húðina um leið. Það fæst í Hagkaup.

​Eborian BB Créme.
​Eborian BB Créme.

Farðagrunnur ársins!

Shiseido Future Solution future Soluton LX Infinite Primer

Fólk sem vill að húðin ljómi og að farðinn endist setja þennan primer á húðina áður en farðinn er borinn þá. Hann verndar húðina gegn umhverfismengun og jafnar olíuframleiðslu húðarinnar. 

Shiseido Future Solution future Soluton LX Infinite Primer.
Shiseido Future Solution future Soluton LX Infinite Primer.

Hyljari ársins!

Teint Idôle Ultra Wear All Over Concealer frá Lancôme. 

Þessi hyljari er mikið töfratól fyrir fólk sem vill ekki vera með bauga. Það er líka hægt að skyggja andlitið með honum og því má segja að hyljarinn sé ekki bara hyljari heldur svo ótal margt annað. Það er til dæmis mjög gott að setja hann örlítið í kringum varirnar áður en varalitablýantur er settur á þær og þær varalitaðar. Þá virðast þær stærri. 

Teint Idôle Ultra Wear All Over Concealer frá Lancôme.
Teint Idôle Ultra Wear All Over Concealer frá Lancôme.

Maskari ársins!

Guerlain 24H Intense Volume & Curl maskarinn er maskari ársins. Hann þykkir og lengir augnhárin og státar af hinum fullkomna bursta sem gerir það að verkum að augnhárin klessast ekki.

Guerlain 24H Intense Volume & Curl maskarinn.
Guerlain 24H Intense Volume & Curl maskarinn.

Augnskuggi ársins!

Chanel Ombre Premiére Libre augnskuggarnir komu í nokkrum mismunandi litum. Bois D’amarante í litnum 412 er litur ársins. Chanel fæst í Lyf og heilsu. 

Chanel Ombre Premiére Libre.
Chanel Ombre Premiére Libre.

Púður ársins!

Sisley Paris – Palette l’Orchidée Highlighter Blush.

Það var vinsælt á árinu að vera með ljóma í kinnum en þó ekki of miklar eplakinnar. Formúlan gerir yfirborðið mjúkt og áferðarfallegt með perslukenndri áferð. 

Sisley Paris – Palette l’Orchidée Highlighter Blush.
Sisley Paris – Palette l’Orchidée Highlighter Blush.

Ljómavara ársins!

Chilli in June Hot Bronzer kom á markað á árinu. Hann gefur mikinn ljóma og skyggir andlitið á sama tíma. Hann kemur í tveimur litum og gefur andlitinu einstaka áferð. Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir sem eru þekktar sem Hi Beauty-skvísurnar komu bronzernum á markað á árinu. 

Chilli in June Hot Bronzer.
Chilli in June Hot Bronzer.

Sólarpúður ársins!

Les Beiges Healthy Glow Bronzing Cream frá Chanel. Það gefur fallegan ljóma í andlitið og auðvelt er að bera það á sig. 

Les Beiges Healthy Glow Bronzing Cream frá Chanel.
Les Beiges Healthy Glow Bronzing Cream frá Chanel. Ljósmynd/Chanel.com

Varalitur ársins!

Clinique Almost Lipstick Black Honey er varalitur ársins. Hann gefur vörunum góðan raka og veitir þeim fallega áferð. 

Almost Lipstick Black Honey frá Ckinique.
Almost Lipstick Black Honey frá Ckinique. Ljósmynd/Hagkaup.is

Augabrúnavara ársins!

Guerlain Mad Eye Brow Framer Natural Volume Gel er það besta í augabrúnirnar fyrir þær sem vilja hafa svip en vilja ekki líta út eins og fatafellur. 

Guerlain Mad Eye Brow Framer Natural Volume.
Guerlain Mad Eye Brow Framer Natural Volume.

Augnblýantur ársins!

Lancôme Le Stylo Waterproof augnblýantur í litnum 01 Noir Onyx Metallic gerði kraftaverk á árinu. Hann var bæði notaður undir augnskugga en svo var hann settur inn í vatnslínuna, ýmist bæði uppi og niðri eða bara uppi. Ef þú vilt ramma inn augun án þess að blýanturinn fari út um allt þá er þessi vatnsheldi blýantur þinn besti vinur. 

Lancôme Le Stylo Waterproof augnblýantur í litnum 01 Noir Onyx …
Lancôme Le Stylo Waterproof augnblýantur í litnum 01 Noir Onyx Metallic.

Naglalakk ársins!

Chanel Le Vernis naglalakkið í litnum 153 er naglalakk ársins. Það fæst í Hagkaup. ​

Naglalakk í litnum 165 - Bois des Iles frá Chanel.
Naglalakk í litnum 165 - Bois des Iles frá Chanel. Ljósmynd/Chanel.com

Húðumhirða

Andlitshreinsir ársins! 

CeraVe – Hydrating Facial Cleanser gefur góðan raka og hreinsar burt öll óhreinindi á húðinni  um leið. Þetta er hreinsir fyrir viðkvæma húð og inniheldur seramíð sem styrkir ysta lag húðarinnar. 

CeraVe – Hydrating Facial Cleanser.
CeraVe – Hydrating Facial Cleanser.

Andlitskrem ársins!

Lancome Renergie H.P.N.300-Peptide Cream Refill er áhrifaríkt dagkrem sem hentar þroskaðri húð. Það vinnur á fínum línum og gegn litablettum. Það fæst í Hagkaup. 

Lancome Renergie H.P.N.300-Peptide Cream Refill.
Lancome Renergie H.P.N.300-Peptide Cream Refill.

Smyrsl ársins!

La Roche-Posay Cicaplast Balm B5 veitir mikinn raka á þurrum og köldum vetrardögum. Það má bera það á andlitið en líka á hendur og aðra þurra staði. Þetta er kremið sem er gott að eiga í baðherbergisskúffunni eða í snyrtitöskunni sinni. 

Cicaplast Balm B5 frá La Roche-Posay.
Cicaplast Balm B5 frá La Roche-Posay. Ljósmynd/Laroche-posay.me

Augnvara ársins!

BL+ eye serum gefur góðan raka og frískar upp á augnsvipinn þegar þreyta og streita gera vart við sig. 

BL+ eye serum.
BL+ eye serum.

Húðdropar ársins!

ChitoCare Beauty Anti-Aging Repair Serum er búið til úr lífvirka efninu kítósan sem kemur úr hafinu við Íslandsstrendur. Það dregur úr fínum línum og nærir húðina.

ChitoCare Beauty Anti-Aging Repair Serum.
ChitoCare Beauty Anti-Aging Repair Serum.

Líkamsskrúbbur ársins!

First Aid Beauty KP Bump Eraser Body Scrub with 10% AHA er skrúbbur ársins fyrir þá sem vilja silkimjúka húð án dauðra húðfruma. 

KP Bump Eraser Body Scrub with 10% AHA frá First …
KP Bump Eraser Body Scrub with 10% AHA frá First Aid Beauty. Ljósmynd/Fotia.is

Brúnkukrem ársins!

Eco by Sonya Cacao Firming Mousse brúnkukremið sló í gegn á árinu. Það kemur ekki bara vel út á Instagram heldur líka í raunveruleikanum. Það fæst í Maí verslun. 

Eco by Sonya Cacao Firming Mousse brúnkukremið.
Eco by Sonya Cacao Firming Mousse brúnkukremið.

Hárvörur ársins! 

Sjampó og hárnæring ársins!

John Frieda Miraculous Recovery sjampó og hárnæring endurnærir og byggir upp þurrt og slitið hár. Hárið verður silkimjúkt og hættir að vera úfið eins og á Grýlu og Leppalúða. Það fæst í Hagkaup. 

John Frieda Miraculous Recovery sjampó.
John Frieda Miraculous Recovery sjampó.

Hárolía ársins!

Label M. Rejuvinating Radiance Oil nærir þurra enda og er auðveld í notkun. Ef það er eitthvað sem fólk á Íslandi þarf á að halda þá er það nærandi vörur í hárið í öllum kuldanum. Fæast á Beautybar.is

Label M. Rejuvinating Radiance Oil.
Label M. Rejuvinating Radiance Oil.

Hármaski ársins!

Davines Nourishing Vegeterian Miracle Mask bjargar hárinu á fólki ef það vaknar upp með hræðilegt hár. Það mýkir hárið og gerir það mun meðfærilegra. 

Davines Nourishing Vegeterian Miracle Mask.
Davines Nourishing Vegeterian Miracle Mask. Ljósmynd/Beautybar.is

Hitavörn ársins!

GHD Bodyguard Heat Protect Spray verndar hárið þegar það er blásið og krullað. Með þessari hitavörn skemmist það síður. Fæst á Beautybar.is 

GHD Bodyguard Heat Protect.
GHD Bodyguard Heat Protect.

Ilmur ársins!

Prada ilmvatnið Paradoxe sló algerlega í gegn á árinu. Það fæst til dæmis í Hagkaup.  

Prada Paradoxe.
Prada Paradoxe. Ljósmynd/Hagkaup.is
mbl.is