Fjarlægja lög eftir skærustu stjörnur heims af TikTok

TikTok | 2. febrúar 2024

Fjarlægja lög eftir skærustu stjörnur heims af TikTok

Notendur samfélagsmiðilsins TikTok vöknuðu upp við það á fimmtudagsmorgun að lög eftir stórstjörnur á borð við Taylor Swift, Drake og Billie Eilish höfðu verið fjarlægð úr myndböndum þeirra. 

Fjarlægja lög eftir skærustu stjörnur heims af TikTok

TikTok | 2. febrúar 2024

Stórar breytingar urðu á samfélagsmiðlinum TikTok í gær, fimmtudag.
Stórar breytingar urðu á samfélagsmiðlinum TikTok í gær, fimmtudag. Samsett mynd

Notendur samfélagsmiðilsins TikTok vöknuðu upp við það á fimmtudagsmorgun að lög eftir stórstjörnur á borð við Taylor Swift, Drake og Billie Eilish höfðu verið fjarlægð úr myndböndum þeirra. 

Notendur samfélagsmiðilsins TikTok vöknuðu upp við það á fimmtudagsmorgun að lög eftir stórstjörnur á borð við Taylor Swift, Drake og Billie Eilish höfðu verið fjarlægð úr myndböndum þeirra. 

Ástæðan er sú að TikTok og Universal Music Group, sem er eitt stærsta tónlistarfyrirtæki heims, náðu ekki samkomulagi eftir að samningur þeirra rann út. Þetta kemur fram á vef New York Times

Á þriðjudag birti Universal opinbert bréf til TikTok þar sem miðillinn er ekki sagður hafa sinnt áhyggjum þeirra af gervigreind og tónlist á fullnægjandi hátt. „Á endanum er TikTok að reyna að byggja upp miðil sem byggir á tónlist án þess að borga gangvirði fyrir tónlistina,“ segir í bréfinu, en fyrirtækið vill verja réttindni listamanna sinna og vekja athygli á nokkrum af brýnustu áskorunum innan tónlistarbransans í dag, sem eru meðal annars laun listamannanna og notkun gervigreindar í tónlist. 

Gæti haft áhrif á milljónir myndbanda

Snemma á fimmtudag staðfesti TikTok að Universal hefði afturkallað leyfi sín og lagaheimildir til að nota tónlist þeirra á miðlinum. Universal er með samning við margar af skærustu stjörnum tónlistarheimsins í dag, þar á meðal Ariönu Grande, Oliviu Rodrigo, Nicki Minaj, Lönu Del Rey og Lorde.

TikTok hefur þegar fjarlægt stóran hluta lagalista fyrirtækisins úr tónlistarsadni sínu sem gerir það að verkum að notendur geta ekki notað lögin yfir myndbönd sín. Þá hefur miðillinn einnig tekið hljóð af eldri myndböndum með lögum af lagalista Universal, en búist er við því að ferlið allt taki að minnsta kosti nokkra daga. Fulltrúi TikTok sagði á fimmtudaginn að fjöldi myndbanda sem verða fyrir áhrifum gætu hlaupið á milljónum.

@alixearle

Maybe this is a sign for me to start singing for tiktok

♬ original sound - alix earle
mbl.is