Finnland verður með í Eurovision

Eurovision | 20. febrúar 2024

Finnland verður með í Eurovision

Finnland tekur þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Finnska ríkissjónvarpið og sigurvegarar forkeppninnar þar í landi ákváðu að taka þátt í stað þess að sniðganga keppnina. 

Finnland verður með í Eurovision

Eurovision | 20. febrúar 2024

Windows95man stígur á stokk í Malmö í maí.
Windows95man stígur á stokk í Malmö í maí. Skjáskot/Instagram

Finnland tekur þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Finnska ríkissjónvarpið og sigurvegarar forkeppninnar þar í landi ákváðu að taka þátt í stað þess að sniðganga keppnina. 

Finnland tekur þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Finnska ríkissjónvarpið og sigurvegarar forkeppninnar þar í landi ákváðu að taka þátt í stað þess að sniðganga keppnina. 

Tvíeykið Windows95man greindi frá því í fréttatilkynningu að þeir settu spurningamerki við þátttöku Ísraels í keppninni vegna stríðsins á Gaza. 

„Að okkar mati er það eina rétta í stöðunni að útiloka Ísrael frá þátttöku í keppninni. Við viljum ekki sjá það hafa áhrif á þátttöku okkar,“ sögðu strákarnir. „Við höfum þegar hafið viðræður við aðra þjóðarfulltrúa um það hvernig við getum nýtt sameiginleg áhrif okkar til þess að beita frekari þrýstingi á þá aðila sem taka ákvarðanir innan Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva.“

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (e. European Broadcasting Union) hefur verið mjög skýrt í þeirri afstöðu að Ísrael verði með í keppninni.

mbl.is