Rannveig og Hallgrímur með fangið fullt af ást

Frægar fjölskyldur | 21. febrúar 2024

Rannveig og Hallgrímur með fangið fullt af ást

Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson vöktu mikla athygli á síðasta ári þegar þau eignuðust þríbura á skírdag, enda ekki eitthvað sem gerist daglega hér á landi. 

Rannveig og Hallgrímur með fangið fullt af ást

Frægar fjölskyldur | 21. febrúar 2024

Tíminn líður hratt!
Tíminn líður hratt! Skjáskot/Instagram

Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson vöktu mikla athygli á síðasta ári þegar þau eignuðust þríbura á skírdag, enda ekki eitthvað sem gerist daglega hér á landi. 

Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson vöktu mikla athygli á síðasta ári þegar þau eignuðust þríbura á skírdag, enda ekki eitthvað sem gerist daglega hér á landi. 

Foreldrarnir drifu sig í myndatöku með barnahópinn, sem telur fimm, nú á dögunum, en fyrir átti parið tvær dætur.

Rannveig birti afrakstur myndatökunnar á Instagram-reikningi sínum og er greinilegt að fimm barna foreldrarnir eru með fangið fullt af ást. 

„Ansi góður afrakstur hjá okkur verð ég að segja. Börnin okkar 5! Svo ótrúlega þakklát. Maður veit greinilega ekkert hvað kemur í lífinu. Ég hefði grenjað úr hlátri ef einhver hefði sagt við mig að ég myndi eignast 5 börn á 4 1/2 ári. Hrikalega vel heppnað allt saman,“ skrifaði Rannveig við færsluna. mbl.is