Inga Ævars er djörf og þorir

Fatastíllinn | 25. febrúar 2024

Inga Ævars er djörf og þorir

Inga Ævarsdóttir stílisti býr og starfar í Kaupmannahöfn. Hún hefur haft áhuga á tísku síðan hún man eftir sér og elskaði að klæða dúkkurnar sínar upp í mismunandi flíkur. Það var þó ekki fyrr en seinna á lífsleiðinni sem hún áttaði sig á því að hún gæti starfað við aðaláhugamálið sitt.

Inga Ævars er djörf og þorir

Fatastíllinn | 25. febrúar 2024

Inga Ævarsdóttir starfar í tískubransanum í Kaupmannahöfn.
Inga Ævarsdóttir starfar í tískubransanum í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Aðsend

Inga Ævarsdóttir stílisti býr og starfar í Kaupmannahöfn. Hún hefur haft áhuga á tísku síðan hún man eftir sér og elskaði að klæða dúkkurnar sínar upp í mismunandi flíkur. Það var þó ekki fyrr en seinna á lífsleiðinni sem hún áttaði sig á því að hún gæti starfað við aðaláhugamálið sitt.

Inga Ævarsdóttir stílisti býr og starfar í Kaupmannahöfn. Hún hefur haft áhuga á tísku síðan hún man eftir sér og elskaði að klæða dúkkurnar sínar upp í mismunandi flíkur. Það var þó ekki fyrr en seinna á lífsleiðinni sem hún áttaði sig á því að hún gæti starfað við aðaláhugamálið sitt.

Inga hefur starfað sem stílisti og sér fram á að gera það inni á milli. Hún tók eins árs diplóma í faginu í London fyrir nokkrum árum.

„Ég vissi í rauninni ekki hvað mig langaði að læra á þeim tíma en vissi að ég hafði áhuga á einhverju í tískugeiranum. Þetta var ákveðin skyndiákvörðun líka, ég var að skoða nám úti um allan heim, sótti um þetta án mikillar umhugsunar og komst inn mánuði seinna. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og krefjandi ár. Námið var kennt á miklum hraða og við fengum frábær tækifæri, meðal annars myndatökur fyrir tímarit, tónlistarmyndbönd og að vinna á London Fashion Week. Ég held að stærsta verkefnið hafi verið þegar ég var valin úr bekknum mínum til að vera aðstoðarstílisti fyrir stúlknahljómsveitina Little Mix. Ég vann í 12 tíma á dag fyrir aðalstílista hljómsveitarinnar bæði fyrir tónlistarmyndbandið þeirra „Sweet Melody“ og framkomu þeirra á European Music Awards,“ segir Inga.

Úr mynda­töku í London.
Úr mynda­töku í London. Ljósmynd/ALMA ROSAZ

Eftir að ég útskrifaðist hafa giggin verið alls konar, editorial-myndatökur fyrir tískutímarit, auglýsingar, tónlistarmyndbönd og persónulegar myndatökur. Ég held að editoral-myndatökur fyrir tískutímarit verði alltaf í uppáhaldi – sérstaklega þegar ég er listrænn stjórnandi eða fæ einhvers konar skapandi frelsi.“

Inga segir myndatökurnar sem hún stíliserar ekki endilega endurspegla fatastílinn sinn. „Það fer alveg eftir verkefninu hverju sinni og hvaða kröfur kúnninn hefur. Ég hef stíliserað mjög ólíkt mínum fatastíl og líka mjög svipað. Mér finnst yfirleitt auðveldara að stílisera aðra en sjálfan mig. Ég get eytt dögunum saman í að gera „moodboard“ og fá innblástur fyrir ákveðið verkefni. Það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri.“

Í tökum.
Í tökum.

Fékk meira sjálfstraust

Inga lærði ekki bara tæknina á bak við stíliseringu þegar hún flutti til London; hún lærði líka inn á sjálfa sig. Hún segir að fatastíllinn hafi til að mynda gjörbreyst frá því að hún flutti frá London. „Ég þori miklu meira, ég pæli minna í hvað öðrum finnst og ég treysti meira á sjálfa mig og hvað mér finnst flott. Ég elska að vera áberandi en ég þorði það ekki alltaf. Ég held að skólinn hafi hjálpað mikið með sjálfstraustið þegar kemur að tísku.“ 

Hún horfir þó ekki á gamla tíma með eftirsjá þó að hún hafi viðurkennt að hafa gert fullt af tískumistökum.

„Þegar ég skoða gamlar myndir sé ég flíkur sem ég myndi seint klæðast í dag. En ég reyni að muna að það var í tísku á þeim tíma og mér þykir í rauninni vænt um öll tískutímabilin sem ég hef gengið í gegnum, það hefur hjálpað mér að þróa stílinn minn í það sem hann er í dag. Auk þess kemur tíska í bylgjum og ég hef lært að afskrifa aldrei neitt.“

Inga kaupir aðallega notuð föt.
Inga kaupir aðallega notuð föt.

Langaði að prófa að búa í Köben

Inga tók skyndiákvörðun í fyrrasumar og flutti til Kaupmannahafnar. „Mig hefur langað að prófa að búa þar í smá tíma og mér fannst þetta rétti tíminn. Eins og er vinn ég í Keiko, sem er vintage-fatabúð, og tek aukavaktir á veitingastaðnum Llama. En svo er ég líka með síðuna Fairygemzzz á Instagram og er dugleg að gera skraut í tennurnar í hliðarvinnu,“ segir Inga. Hún ætlar að flytja aftur heim í nokkra mánuði í næsta mánuði en vonast til þess að hefja nám í Kaupmannahöfn í haust í fatahönnun og viðskiptum.

Er tískan í Danmörku öðruvísi en á Íslandi?

„Mér finnst hún mjög svipuð en ég tek meira eftir skandínavískri tísku hérna úti.“

Inga elskar að kaupa notað og í Kaupmannahöfn býr hún á draumastað þeirra sem elska að grafa upp gamla gullmola.

„Ég kaupi langmest notað. Ég held ég þori að segja að um það bil 70 til 80 prósent af fataskápnum mínum séu notaðar flíkur. Það er bæði betra fyrir umhverfið og mér finnst það miklu skemmtilegra. Ég elska að fara í góðan vintage-leiðangur og reyna að finna einhverja gullmola sem kalla á mig. Uppáhaldsbúðirnar mínar hérna úti sem selja notuð föt eru Keiko og McKorman, ég bý við hliðina á einni af stærstu vintage-götum í Köben, sem er stór plús. Heima á Íslandi er uppáhaldsbúðin Spúútnik. Það er alltaf góður séns á að maður finni einhverja gullmola þar.“

Inga elskar allt sem er loðið núna
Inga elskar allt sem er loðið núna

Elskar víð föt

Þegar Inga er spurð út í fatastílinn sinn segir hún hann vera fjölbreyttan. „Dags daglega er hann frekar afslappaður. Ég geng mikið í fötum í yfirstærð. Víðar gallabuxur eru flíkur sem ég fer oftast í. Þegar ég er að fara út eða ég hef tíma í að pæla mikið í fötunum mínum þá myndi ég segja að fatastíllinn væri frekar djarfur. Ég elska að vera í góðu statement-lúkki. Einhverju sem stendur út úr. Ég klæði mig yfirleitt í dekkri liti, en mér finnst gaman að poppa upp fötin með til dæmis einum jakka í áberandi lit,“ segir Inga, sem finnst fátt skemmtilegra en að ákveða föt með góðum fyrirvara. Í augnablikinu er hún veik fyrir feldum og gengur mikið í gervipelsum og vestum þegar hún fer eitthvert fínt.

Inga elskar víðar gallabuxur.
Inga elskar víðar gallabuxur.

Hvað finnst þér gera punktinn yfir-ið?

„Góð sólgleraugu. Ég á mikið af sólgleraugum sem ég rótera á milli eftir því hvað passar við lúkkið.“

Inga á sólgler­augu við öll til­efni.
Inga á sólgler­augu við öll til­efni.

Hvert sækir þú innblástur?

„Ég sæki mikinn innblástur í 90's grunge-tísku blandað við nútímann. Ég skoða samfélagsmiðla og fylgist með tískuvikum. Ég fæ líka mikinn innblástur frá götutískunni, ég hef áhuga á að fylgjast með fólkinu og tískunni í kringum mig.“

Tíundi áratugurinn og tíska sem er kennd við grunge veitir …
Tíundi áratugurinn og tíska sem er kennd við grunge veitir Ingu inn blástur.

Áttu uppáhaldsflík?

„Uppáhaldsflíkin mín er rauður loðjakki sem bestu vinkonur mínar gáfu mér í afmælisgjöf í fyrra. Þær fundu jakkann á Depop-óskalistanum mínum og ég var mjög hissa þegar ég opnaði pakkann. Mér líður mjög vel þegar ég geng í honum og hugsa alltaf til þeirra.“

Inga fékk rauða pelsinn í afmælisgjöf frá vinkonum sínum.
Inga fékk rauða pelsinn í afmælisgjöf frá vinkonum sínum. Ljósmynd/Aðsend

Hvað eru bestu kaup sem þú hefur gert?

„Ég held að það séu víðar gallabuxur sem ég keypti í McKorman vintage-búðinni seinasta sumar. Ég elska flíkur í yfirstærð, þá sérstaklega gallabuxur og hef fengið mikið hrós fyrir þær.“

Inga er með einstakan stíl en hún blandar saman notuðum …
Inga er með einstakan stíl en hún blandar saman notuðum fötum á fallegan hátt. Ljósmynd/Aðsend

Er eitthvað á óskalistanum í vetur?

„Connective-dúnúlpa frá Heliot Emil. Sturluð úlpa sem mig vantar í fataskápinn minn. Ég er mjög vandlát þegar kemur að úlpum og finnst yfirleitt erfitt að finna einhverja sem kallar á mig í vintage-búðum.“

Hér má sjá verkefni þar sem Inga stíliseraði.
Hér má sjá verkefni þar sem Inga stíliseraði. Ljósmydn/ALMA ROSAZ
mbl.is