Helgi Ómars og Elísabet fóru í tiltekt og þetta gerðist

Fatastíllinn | 1. mars 2024

Helgi Ómars og Elísabet fóru í tiltekt og þetta gerðist

Helgi Ómarsson ljósmyndari og Elísabet Gunnarsdóttir áhrifavaldur hafa verið í mikilli tiltekt síðustu daga og vikur þar sem þau hafa tekið til allan þann fatnað sem ekki er lengur í notkun. Góssið sem leyndist í fataskápum þeirra verður til sölu við Hólmaslóð 4 á morgun og hinn frá 13.00-17.00. 

Helgi Ómars og Elísabet fóru í tiltekt og þetta gerðist

Fatastíllinn | 1. mars 2024

Helgi Ómarsson og Elísabet Gunnarsdóttir verða með fatamarkað á morgun.
Helgi Ómarsson og Elísabet Gunnarsdóttir verða með fatamarkað á morgun.

Helgi Ómarsson ljósmyndari og Elísabet Gunnarsdóttir áhrifavaldur hafa verið í mikilli tiltekt síðustu daga og vikur þar sem þau hafa tekið til allan þann fatnað sem ekki er lengur í notkun. Góssið sem leyndist í fataskápum þeirra verður til sölu við Hólmaslóð 4 á morgun og hinn frá 13.00-17.00. 

Helgi Ómarsson ljósmyndari og Elísabet Gunnarsdóttir áhrifavaldur hafa verið í mikilli tiltekt síðustu daga og vikur þar sem þau hafa tekið til allan þann fatnað sem ekki er lengur í notkun. Góssið sem leyndist í fataskápum þeirra verður til sölu við Hólmaslóð 4 á morgun og hinn frá 13.00-17.00. 

Elísabet segir að það sé betra að aðrir fái að njóta þess sem þau noti ekki lengur. 

„Það er hægt að hafa áhuga á tísku og kaupa sér nýtt en mér finnst mikilvægt að vera meðvituð um það að við þurfum ekki allt þetta dót og ef við erum hætt að nota flíkur þá bara endilega að koma þeim í nýjar hendur - búa til hringrás,“ segir Elísabet í samtali við Smartland. 

„Við Helgi erum bæði dugleg að uppfæra fataskápinn með þessum hætti og hingað til höfum við selt í loppunum sem eru í boði hérlendis en núna ákváðum við að fara þessa leið. Í „gamla daga“ var ég reglulega búðarkona í Kolaportinu með bás, stóð þar vaktina um helgar og það var alltaf svo gaman að hitta fólkið. Þetta er svolítið í líkingu við það. Við fáum að hitta kúnnana, persónulegra og ég hlakka mikið til,“ segir hún. 

Hvaða góss ætlið þið að selja?

„Það verður nóg úrval af allskonar gersemum: Acne, Ganni, Stine Goya, Rotate, Malene Birger, Opera Sport, fullt af næs Levis vintage gallabuxum, fötum frá AndreA, Hildi Yeoman og fleira íslenskt svo eitthvað sé nefnt.“

Helgi og Elísabet eru fagurkerar og því safnast upp mikið …
Helgi og Elísabet eru fagurkerar og því safnast upp mikið af fatnaði sem þau eru hætt að nota.
Helgi og Elísabet ætla að standa vaktina á laugardag og …
Helgi og Elísabet ætla að standa vaktina á laugardag og sunnudag.
mbl.is