„Góð taska er lykilatriði, þetta vita allar stelpur“

Fatastíllinn | 3. mars 2024

„Góð taska er lykilatriði, þetta vita allar stelpur“

Elvíra Gígja Gargiulo er jarðbundin ung kona sem elskar að syngja og semja tónlist. Hún er með stelpulegan fatastíl en Moon Boot-stígvélin eru í mestu uppáhaldi hjá henni núna. Að hennar mati þurfa allir að eiga eitt par.

„Góð taska er lykilatriði, þetta vita allar stelpur“

Fatastíllinn | 3. mars 2024

mbl.is/Kristinn Magnússon

Elvíra Gígja Gargiulo er jarðbundin ung kona sem elskar að syngja og semja tónlist. Hún er með stelpulegan fatastíl en Moon Boot-stígvélin eru í mestu uppáhaldi hjá henni núna. Að hennar mati þurfa allir að eiga eitt par.

Elvíra Gígja Gargiulo er jarðbundin ung kona sem elskar að syngja og semja tónlist. Hún er með stelpulegan fatastíl en Moon Boot-stígvélin eru í mestu uppáhaldi hjá henni núna. Að hennar mati þurfa allir að eiga eitt par.

Elvíra lýsir fatastílnum sem þægilegum en á sama tíma flottum. „Ég klæði mig bara nákvæmlega eins og ég vil og mér líður langbest í fötum sem mér finnst ég flott í. Ég er með mjög stelpulegan fatastíl en ég fíla samt alveg líka að vera í hettupeysu og einhverju setti sem passar saman þegar tækifæri gefst til. Annars myndi ég bara lýsa fatastílnum sem frekar einföldum en flottum. Einfaldur með fyrirvara um breytingar sem gefa þessu svona smá „edge“ stundum.“

Leðurbuxurnar eru frá merkinu Mother en Elvíra keypti þær í …
Leðurbuxurnar eru frá merkinu Mother en Elvíra keypti þær í Aftur. Stuttermabolurinnn er frá Juicy Couture. Taskan er úr Zöru. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?

„Það fer eftir dögum, þannig það er mjög misjafnt. Ég reyni alltaf að vera aðeins ýkt til að vera áhugaverð, það gerir mig tilbúna til þess að fara út í daginn. Annars bara flott, ég elska föt sem eru bæði vönduð og þægileg.“

En þegar þú ferð eitthvert fínt?

„Góð taska er lykilatriði, þetta vita allar stelpur. Síðan er það bara hvernig mér líður hverju sinni. En akkúrat núna fíla ég mikið sætar spennur og þessa gegnsæju tísku (e. sheer trend). Ef ég fer eitthvert fínt nota ég yfirleitt annað hvort. Ég er kannski ekkert of flink í að mála mig en ég er að æfa mig í að farða mig á skemmtilegan hátt þegar ég fer eitthvert fínt.“

Elvíra blandaði saman nokkrum svörtum fötum, sem kom afar vel …
Elvíra blandaði saman nokkrum svörtum fötum, sem kom afar vel út. Kjóllinn er frá Ganni. Hún ákvað að fara í leðurtopp úr Zöru yfir kjólinn. Ermarnar fann hún í búð á Ítalíu sem selur notuð föt. Stígvélin voru keypt í Deliberti, sem er búð á Ítalíu. Klúturinn var einnig keyptur í búðinni en móðir Elvíru gaf henni klútinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Pelsinn frá ömmu í uppáhaldi

Hvert sækir þú tískuinnblástur?

„Það er mjög misjafnt. Stundum kemur hann frá Pinterest en oft sé ég eitthvað sem ég fíla og þá held ég áfram að sækja innblástur þangað. En Pinterest er allavega mikið notað og síðan skoða ég líka góðar greinar með flottum fötum og ýmislegt fleira.“

Áttu uppáhaldsflík?

„Já, það er pels sem ég erfði frá ömmu minni sem ég elska svo heitt. Ég elska Moon Boot-in mín. Þau eru það þægileg að mér finnst að allir ættu að ganga í þeim eða allavega prófa að vera í þeim. Þau eru svo kosí – smá eins og að labba á koddum.“

Gamaldags jakki með feldi á ermunum og hálsmáli. Amma Elvíru …
Gamaldags jakki með feldi á ermunum og hálsmáli. Amma Elvíru keypti hann þegar hún var ung.

Áttu uppáhaldsskó?

„Já, Moon Boot eru uppáhaldsskórnir, eins og er allavega. Svo elska ég að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Ég myndi segja að það sé svona skemmtilegast við fatastílinn minn að mér finnst ég alltaf vera að breyta og þróa stílinn minn. Ég dýrka líka góð stígvél.“

Taskan var keypt í vintage- búð á Ítalíu fyrir nokkrum …
Taskan var keypt í vintage- búð á Ítalíu fyrir nokkrum árum. Hvíta skyrtan er frá Karl Lagerfeld en Elvíra keypti hana á Íslandi. Pilsið er frá Neo Noir, sem er eitt af uppáhaldsmerkjum hennar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flottar lyklakippur eru málið

En áttu uppáhaldsfylgihlut?

„Já, ég dýrka fylgihluti, þeir gera allt miklu betra. Stór hálsmen við frekar einföld föt og síðan er hægt að skreyta það meira með armböndum og hringjum. Ég elska góðan fylgihlut og sérstaklega flotta lyklakippu, þó svo að ég eigi ekki svoleiðis sjálf.“

Falleg blómanæla. Eyrnalokkarnir eru Dolce & Gabbana. Hringurinn var keyptur …
Falleg blómanæla. Eyrnalokkarnir eru Dolce & Gabbana. Hringurinn var keyptur í skartgripabúð í Svíþjóð og er fiskur úr steini, eins og stjörnumerki Elvíru. Armbandið er frá Saga design. Dior hálsfestina er hægt að festa á hálsmen. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvað er efst á óskalistanum í vetur?

„Ætli það sé ekki bara áberandi lyklakippa, mér dettur helst í hug frá Dior en ég hef einmitt séð svoleiðis á Pinterest. Þær virðast sérstaklega fallegar ef þú festir þær á töskuna þína. Góð úlpa er líka efst á óskalistanum. Ég veit ekki hvernig og hún þarf ekki endilega að vera frá mjög dýru merki – bara að hún klæði mig vel og sé djúsí fyrir veturinn.“

Áttu uppáhaldssnyrtivöru?

„Já, ég dýrka kinnalitinn frá Huda. Fyrir stelpur sem vilja fá ljóma en í leiðinni smá kinnalit mæli ég með vörunni. Snyrtivörumerkið Charlotte Tilbury er í miklu uppáhaldi. Ég nota skyggingavöruna Contour Wand frá merkinu, sem veldur mér ekki vonbrigðum. Varan er mjög þægileg og kremkennd. Ég elska allt sem er kremkennt og mjúkt á húðinni minni.“

Hvað finnst þér setja punktinn yfir-ið þegar þú málar þig?

„Kannski varablýantur? Eða einhverjar stjörnur sem maður getur límt á sig hér og þar þegar maður er að fara í einhvern skvísuhitting. Annars er ljómavara alltaf punkturinn yfir i-ið hjá mér.“

Snyrtibudda Elvíru.
Snyrtibudda Elvíru. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is