Viðræður ættu að taka stuttan tíma

Kjaraviðræður | 11. mars 2024

Viðræður ættu að taka stuttan tíma

„Við vorum í viðræðum við VR alveg frá 28. desember, og formlega og óformlega þar á undan, alveg fram yfir 23. febrúar en í þeim viðræðum náðum við til dæmis samkomulagi um launaliðinn. Þess vegna ættu þessar viðræður í rauninni að taka stuttan tíma því við erum langt komin með það að gera nýjan kjarasamning.“

Viðræður ættu að taka stuttan tíma

Kjaraviðræður | 11. mars 2024

Sigríður Margrét Oddsdóttir.
Sigríður Margrét Oddsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við vorum í viðræðum við VR alveg frá 28. desember, og formlega og óformlega þar á undan, alveg fram yfir 23. febrúar en í þeim viðræðum náðum við til dæmis samkomulagi um launaliðinn. Þess vegna ættu þessar viðræður í rauninni að taka stuttan tíma því við erum langt komin með það að gera nýjan kjarasamning.“

„Við vorum í viðræðum við VR alveg frá 28. desember, og formlega og óformlega þar á undan, alveg fram yfir 23. febrúar en í þeim viðræðum náðum við til dæmis samkomulagi um launaliðinn. Þess vegna ættu þessar viðræður í rauninni að taka stuttan tíma því við erum langt komin með það að gera nýjan kjarasamning.“

Þetta segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, spurð að því í samtali við Morgunblaðið hvort hún telji líkur á að samningar náist í dag við VR og LÍV þegar samningsaðilar hittast á fundi í Karphúsinu klukkan 9.

Vonlaust að spá fyrir um hvað þetta tekur langan tíma

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segist aðspurður meta stöðuna ágæta.

„Það er vonlaust að spá fyrir um hvað þetta tekur langan tíma. Nú breytist myndin með því að fagfélögin gengu frá í gær [fyrradag] og það styrkir auðvitað stöðu þeirrar stefnu sem var sett með samningum breiðfylkingarinnar. Þannig að það er lína sem hefur fengið stuðning með þessari samningsgerð fagfélaganna. En VR hefur auðvitað sjálfstæðan samningsrétt og hugsanlega einhverjar aðrar hugmyndir um einhverja þætti í málinu sem við eigum eftir að sjá hvað tekur langan tíma að finna út úr,“ segir hann.

Inntur eftir því í framhaldinu hve margir séu búnir að semja nú þegar segir Ástráður að ef takist að ná samningum við VR verði rúmur helmingur vinnumarkaðarins búinn að ganga frá samningum. »2

mbl.is