Fundi slitið í Karphúsinu á tólfta tímanum

Kjaraviðræður | 12. mars 2024

Fundi slitið í Karphúsinu á tólfta tímanum

​Samn­inga­fund­i Sam­taka at­vinnu­lífs­ins með VR og LÍV sem hófst í Karp­hús­inu klukk­an 10 í morgun var slitið á tólfta tímanum í kvöld. Búið er að boða annan fund klukkan 9 í fyrramálið.

Fundi slitið í Karphúsinu á tólfta tímanum

Kjaraviðræður | 12. mars 2024

Fundi var slitið núna fyrir skemmstu. Nýr fundur hefur verið …
Fundi var slitið núna fyrir skemmstu. Nýr fundur hefur verið boðaður klukkan 9 í fyrramálið. mbl.is/Kristinn Magnússon

​Samn­inga­fund­i Sam­taka at­vinnu­lífs­ins með VR og LÍV sem hófst í Karp­hús­inu klukk­an 10 í morgun var slitið á tólfta tímanum í kvöld. Búið er að boða annan fund klukkan 9 í fyrramálið.

​Samn­inga­fund­i Sam­taka at­vinnu­lífs­ins með VR og LÍV sem hófst í Karp­hús­inu klukk­an 10 í morgun var slitið á tólfta tímanum í kvöld. Búið er að boða annan fund klukkan 9 í fyrramálið.

Þetta staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is. 

Fyrr í kvöld sagði hann í samtali við mbl.is að enn þyrfti að ná lendingu með deilu um starfsmenn farþega- og hleðsluþjón­ustu Icelanda­ir á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Atkvæðagreiðslur um verkbann og verkfallsaðgerðir

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins samþykkti ein­róma að efna til alls­herj­ar­at­kvæðagreiðslu um verk­bann á fé­lags­menn stétt­ar­fé­lags­ins VR. Þetta kom fram í frétta­til­kynn­ingu frá SA fyrr í dag.

Sprett­ur samþykkt­in af at­kvæðagreiðslu VR um boðun verk­fallsaðgerða fyr­ir starfsmenn farþega- og hleðsluþjón­ustu Icelanda­ir á Kefla­vík­ur­flug­velli en eft­ir því sem fram kem­ur í til­kynn­ingu SA mun verk­bann, komi til þess, ná til alls skrif­stofu­fólks sem aðild á að VR og fell­ur und­ir al­menn­an kjara­samn­ing SA og VR.

mbl.is