Stíf fundarhöld í Karphúsinu

Kjaraviðræður | 13. mars 2024

Stíf fundarhöld í Karphúsinu

Samningafundi Samtaka atvinnulífsins með VR og LÍV sem hófst í Karphúsinu klukkan 10 í gærmorgun var slitið á tólfta tímanum í gærkvöldi. Búið er að boða annan fund klukkan 9 í dag.

Stíf fundarhöld í Karphúsinu

Kjaraviðræður | 13. mars 2024

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í Karphúsinu fyrr í vikunni.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í Karphúsinu fyrr í vikunni. mbl.is/Árni Sæberg

Samningafundi Samtaka atvinnulífsins með VR og LÍV sem hófst í Karphúsinu klukkan 10 í gærmorgun var slitið á tólfta tímanum í gærkvöldi. Búið er að boða annan fund klukkan 9 í dag.

Samningafundi Samtaka atvinnulífsins með VR og LÍV sem hófst í Karphúsinu klukkan 10 í gærmorgun var slitið á tólfta tímanum í gærkvöldi. Búið er að boða annan fund klukkan 9 í dag.

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við Morgunblaðið að samræðurnar hafi verið lifandi á milli deiluaðila og var verið að bera á milli þeirra mismunandi tillögur.

„Þetta snýst aðallega um lendingu með Icelandair-samninginn,“ segir Ástráður aðspurður og vísar þar með í deilumál er snýr að félagsfólki VR sem starfar í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli.

Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt einróma að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn stéttarfélagsins VR.

Sprettur samþykktin af atkvæðagreiðslu VR um boðun verkfallsaðgerða fyrir starfsmenn farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli en að því er fram kemur í tilkynningu SA myndi verkbann ná til alls skrifstofufólks sem er með aðild að VR og fellur undir almennan kjarasamning SA og VR.

Sigríður Margrét segir í samtali við Morgunblaðið að deiluaðilar séu komnir í fjölmiðlabann og því geti hún ekki tjáð sig um gang mála í kjaraviðræðunum. Samninganefnd VR hefur beint því til stjórnar vinnudeilusjóðs VR að útfæra greiðslur til þeirra einstaklinga sem verkbann Samtaka atvinnulífsins nái til, verði af því. Í yfirlýsingu fordæmir samninganefnd VR ákvörðun Samtaka atvinnulífsins um að hefja atkvæðagreiðslu um verkbann gagnvart skrifstofufólki innan VR.

mbl.is