Fannst heil á húfi 9 mánuðum eftir að henni var rænt

Elizabeth Smart fannst heil á húfi níu mánuðum eftir að …
Elizabeth Smart fannst heil á húfi níu mánuðum eftir að henni var rænt. AP

14 ára gömul stúlka, Elizabeth Smart, fannst heil á húfi í kvöld, níu mánuðum eftir að henni var rænt í Salt Lake City í Bandaríkjunum. Henni var rænt frá heimili sínu í Salt Lake City um miðja nótt í júní 2002, meðan foreldrarnir og fjórir bræður hennar sváfu. Maður réðst inn í herbergi hennar með vopn og tók hana á brott með sér. Systir hennar, sem var í sama herbergi, varð vitni af ráninu en lét sem hún væri sofandi.

Umfangsmikil leit hefur verið gerð af stúlkunni í Bandaríkjunum, auk þess sem 250 þúsund dollara fundarlaunum var heitið þeim er gæti vísað á stúlkuna. Lögreglan hefur fengið margar vísbendingar undanfarna mánuði og í framhaldi að því var setið fyrir bíl sem talið var að mannræninginn væri á. Í bílnum fannst stúlkan. Ræninginn var handtekinn en Elizabeth er komin til fjölskyldu sinnar.

Ekki er vitað á þessari stundu hvar maðurinn hélt stúlkunni alla þessa sjö mánuði.

„Við trúum á kraftaverk og þökkum Guði að hún er á lífi," sagði Tom Smart, frændi stúlkunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert