Skammt að bíða útspils IRA í þágu friðar

Þúsundir stuðningsmanna IRA söfnuðust saman í Dublin á sunnudag.
Þúsundir stuðningsmanna IRA söfnuðust saman í Dublin á sunnudag. AP

Stjórnmálaástand Norður-Írlands kemst á úrslitastig á næstu tveimur sólarhringum, segir Martin McGuinness, hjá Sinn Féin-flokknum, í viðtali á BBC. McGuinness segir almenning brátt fá að vita hvað Írski lýðveldisherinn sé reiðubúinn til að gera í þágu friðar. Hann segir viðræður standa enn yfir bak við tjöldin milli breskra, írskra og bandarískra stjórnvalda.

McGuinness, sem fer með samningamálin fyrir Sinn Féin, sagðist ekki hafa gefið á bátinn að úrlausn fáist - það sé bara spurning um tíma. „Ég tel að fólk munu ekki þurfa að bíða öllu lengur eftir því að IRA geri opinbert hvað hann sé reiðubúinn að gera í þágu friðar.“ Hann sagði þess afar skammt að bíða að allir geri grein fyrir afstöðu sinni.

Komandi kosningar fela í sér að leysa verður þingið upp eigi síðar en á miðnætti annað kvöld. Þó er ekki ljóst hvort af kosningunni verður 29. maí nk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert