Leiðtogar G-8 ríkjanna fordæma árásirnar í Lundúnum

Tony Blair les yfirlýsingu G-8 leiðtoganna. Hjá honum standa George …
Tony Blair les yfirlýsingu G-8 leiðtoganna. Hjá honum standa George W. Bush, Bandaríkjaforseti og Jacques Chirac, forseti Frakklands. AP

Leiðtogar helstu iðnríkja heims, G-8 ríkjanna svonefndu, gáfu í dag út sameiginlega yfirlýsingu þar sem hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum í morgun eru fordæmdar. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, las yfirlýsinguna upp en leiðtogar Bandaríkjanna, Frakklands, Þýskalands, Japans, Rússlands, Kanada og Ítalíu stóðu við hlið hans á meðan.

Í yfirlýsingunni sögðust leiðtogarnir fordæma þessar villimannslegu árásir og vottuðu fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Sögðu þeir að árásirnar væru ekki á eina þjóð heldur allar þjóðir siðmenntaða menn hvar sem er í heiminum.

„Þeir munu ekki sigra, við munum sigra," sagði í yfirlýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert