Karl Bretaprins og Kamilla heimsóttu særða á sjúkrahús í dag

Karl Bretaprins ræðir við konu sem slasaðist í sprengingunum í …
Karl Bretaprins ræðir við konu sem slasaðist í sprengingunum í Lundúnum í gær. AP

Karl Bretaprins og Kamilla Parker Bowles, eiginkona hans, heimsóttu þá sem særðust í hryðjuverkunum í gær á Sankti Maríu sjúkrahúsið í Lundúnum í morgun. Nú hefur verið staðfesta að meira en 50 létust og um 700 særðust þegar fjórar sprengjur sprungu í neðanjarðarlestarstöðvum og strætisvagni í miðborg Lundúna í gær. Charles Clarke, innanríkisráðherra landsins, hefur ekki útilokað að sá sem valdur er að sprengingunni í strætisvagninum hafi sprengt sjálfan sig í loft upp.

mbl.is