Kveikt í Evrópufánanum

Fáninn sem var eyðilagður á nýársdag
Fáninn sem var eyðilagður á nýársdag Reuters

Kveikt var í stórum Evrópufána í miðborg Prag í Tékkandi í gærkvöldi. Er þetta í annað skiptið frá því Tékkar tóku við formennsku í Evrópusambandinu sem fáni ESB er eyðilagður í borginni. Á nýársdag var Evrópufáni sem blakti við minnisvarða í borginni eyðilagður.

Minnisvarðinn, Metronome, var settur upp árið 1991, tveimur árum eftir fall kommúnismans í Tékkóslóvakíu.

mbl.is