Sprenging í kolanámu

Einn námuverkamaður lést og fjórtán aðrir slösuðust í neðanjarðarsprengingu sem varð í kolanámi í borginni Zenica í Bosníu fyrr í dag. Um er að ræða metangassprengju. Þeir sem slösuðust hlutu sumir hverjir alvarleg brunasár. Kolanámurnar í Zenica, sem er í um 60 km fjarlægð frá Sarajevo höfuðborg landsins, þykja miklar slysagildrur.

mbl.is