Opna kirkju á krá

Reuters

Fólk vill heldur ræða um trúmál yfir drykk og samloku á krá, heldur en yfir sálmabókum í kirkjunni. Þetta segir verðandi prestur í nýrri kráarkirkju Lancashire í Bretlandi.

Presturinn, Alistair McHaffie, vill að kirkjugestir geti hist í afslöppuðu umhverfi og rætt um ýmis málefni.

„Við vonum að kráarkirkjan verði vinsæl og geti haldið áfram á næsta ári. Sóknarbörnin eru hrifin og segja að þau ætli að taka vini sína með. Þetta verður kirkja án predikana,“ segir talsmaður sóknarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert